Skírnir - 01.01.1923, Side 150
140
Lonis Pasteur 1822—1922.
[Skírnir-
Jeg skal taka það fram, að engin smitunarkætta stafar af
þessum sjúklingum.
Á móti þessum ægilega siúkdómi byrjar Pasteur bar-
áttuna 1880, nærri sextugur að aldri. Hann hafði ýmsar
ástæður til þess að velja sjer hundaæðið að verkefni. Hann
langaði til og hafði óskað þess í mörg ár, að prófa á mönnum
reynslu þá, sem hann hafði fengið við dýralækningar. Og
þá var sjúkdómur þessi vel til þess fallinn, þar sem hann
er sameiginlegur fyrir menn og dýr. önnur ástæðan var sú,.
að meðgöngutími veikinnar er svo langur, að möguleiki
var til þess að gjöra líkaman ónæman, áður en sóttnæm-
ið gæti gjört skaða. Því að það er auðsjeð, að strax frá
byrjun stefnir Pasteur að því takmarki að bólusetja og
hindra með því, að sjúkdómurinn brjótist út. Pasteur gat,
ekki ræktað sóttkveikjuna, það hefir ekki hepnast enn.
En hann komst að þvi, að sóttnæmið er bæði í munnvatni
dýrsins, sem sjúkt er, og þó einkum í heila og mænu.
Starf hans hefir sjálfsagt verið afarmikið. Hann hafði og
við þá örðugleika að stríða, að erfitt var að fá kúsnæði
fyrir hundana, því að hann þurfti marga til tilrauna, en
bæði eru þeir hávaðasamir nágrannar, og svo var fólk
hrætt við þá. Vorið 1884, eftir 3*/a ár, er hann farinn
að geta gjört hunda ónæma og þá um sumarið gjörir
fyrstu tilraun á 9 ára dreng, sem óður hundur hafði bitið.
Hafði drengurinn als 14 sár. Töldu læknar það efalaust,
að hann fengi hundaæði. Pasteur bólusetti drenginn og
drengurinn veiktist ekki. Bóluefnið, sem Pasteur notaði,.
var mæna úr kaninu, sem drepist hafði úr hundaæði; er
mænan geymd fieiri eða færri daga áður en hún er notuð.
I mænunni er sóttnæmið, sem veiklast við geymsluna og
þeim mun meir, sem mænan hefur verið geymd lengur.
Mænan er svo hrærð út í votu og spýtt inn undir hörund
sjúklingsins. Vinna sú, sem Pasteur hefir lagt í það að
að finna þessa aðfeið, er sjálfsagt afar mikil, þótt hann
sje fáorður um það, en það sjest þó á ýmsu. En það var
líka djarft að gjöra það, að spýta inn svo hættulegu efni.
Þessi uppgötvun Pasteurs er sú, sem gjörði liann frægast