Skírnir - 01.01.1923, Síða 151
■•Skírnir]
Louis Pastenr 1822—1922.
141
an um öll lönd. Auðvitað mætti hann mótþróa frá lækn-
anna hálfu, því að nú var hann beinlinis kominn inn á
þeirra verksvið. En alþýða manna fjekk strax mikla
trú á aðferðinni og undir eins fór að streyma til Pasteurs
fjöldi fólks, sem bitið hafði verið. Eftir svo sem % árs hefir
hann bólusett 350 manns, og aðeins einn af þeim dó, enda
hafði hann verið bitinn 37 dögum áður en Pasteur fjekk
'hann til meðferðar. Það vai ð brátt nauðsynlegt að útvega
húsnæði fyrir þessar lækningar, og var fje safnað til þess
'bæði innanlands og utan. Sýnir það best álit það, sem
Pasteur hefir þá áunnið sjer, að á nokkrum mánuðum safnast
2>% rnilj. franka Breska þingið gaf 200000 fr. 1888 er
svo Pasteurstofnunin reist í París. Síðan hafa risið upp
samskonar stofnanir um öll lönd og það mjög fijótt. 1892,
4 árum síðar en Pasteurs stofnunin í Paris var vigð, eru
.komnar 20 slíkar stofnanir víðsvegar i Evrópu.
Til þess að geta dærat um, hvaða gagn þessi bólu-
setning hefir gjört, verður fyrst að geta þess, að aðeins
10—15 að hundraði af þeim, sem bitnir eru, fá sjúkdóm-
inn og deyja. 1886—89 hafði Pasteur til meðferðar alls
7919 manns og af þeim dóu 79 eða !%• Svo að einhlít er
aðferðin ekki. En ef engin bólusetning hefði verið fram-
kvæmd, hefðu dáið að minsta kosti 800 manns. Hann
hefir því beinlínis bjargað lífi fleiri en 700 manna á
þessum 3 árum. Scliiider hefir nýlega safnað árangri
meðferðarinnar á 98,478, og dóu af þeirn 863 =
•0,9%, annars hefðu dáið um 10000. Árangurinn er
þó betri, ef leitað er nógu snemma til læknis, þá
er dauðatalan aðeins 0,64%. Af 15000 bitnum og óbólu-
settum dóu 9% = 13—14 liundruð. Þótt aðferðin sje
ekki einhlít, eins og sagt hefir verið, þá hefir hún þó
bjargað þúsundum manna frá kvalafullum dauða.
Enda er nú aðferðin alment viðurkend og sárlitlar
breytingar á henni orðnar síðan. Ef menn nú á dög-
um eru bitnir af óðum hundum eða úlfum (Rússlandi),
þá fara þeir undireins til næstu stofnunar og láta
bólusetja sig. Það er um að gera að koma sem fyrst.