Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 152
142
Louis Pasteur 1822—1922.
[Skirnir
Þetta er, sem sagt, síðasta þrekvirki Pasteurs og það sem
gjörði frægð hans mesta um öll lönd.
Ef litið er yfir rannsóknir Pasteurs, þá virðast þær
við fyrsta álit ærið fjat'lægar hver annari og liggja á
mjög ólíkum sviðum. Hann byrjar á sinni eigin fræði-
grein með kristalla og efnarannsóknir, en endar með bólu-
setningarlækningar á mönnum. En ef starfsemi hans
er fylgt, þá sjest, að hún er í samhangandi og áfram-
haldandi röð Hann byrjar með vínsýrurannsóknum og
og kemst við það inn á efnafræðislegar rannsóknir á vini,
þaðan inn á framleiðslu xtíns og öls, vín- og ölgerð. Upp-
götvar að gerðin stafar af smáverum, sömuleiðis að aðrar
smáverur orsaka gerð annars eðlis, enn aðrar smáverur
orsaka skemdir á víni og öli, og rotnun. Hann fer að
setja smáverurnar í samband við næma sjúkdóma, að þær
geti verið orsök þeirra, styrkist í þeirri skoðun við rann-
sókn á silkiormasjúkdómnum. Fer að gjöra rannsókn á
dýrum. Finnur gerla við alidýra sjúkdóm og vill fara að
dæmi Jenners, sem innleiddi kúabólusetninguna og búa til.
bóluefni mót þessum sjúkdómum. Þetta heppnast ágæt-
lega. Það næsta er að reyna þetta á mönnum og hanm
tekur fyrir hundaæðið, sjúkdóm sem er sameiginlegur
mönnum og dýrum.
Það var ekki furða þótt Pasteur yrði fyrir mótstöðu, og
hann fór ekki varhluta af henni. Mikill hluti uppgötvana
hans og kenninga kollvörpuðu alveg skoðunmanna á ýmsum
grundvallaratriðum visindanna og ollu uppnámi. Paste-
ur var á undan sínum tíma, menn þurftu að átta sig
á öllu þessu nýja, sem streymdi að. Pasteur rjeðist á
rótgrónar skoðanir, sem vísindamennirnir höfðu lifað á
alla æfi. Árásirnar á Pasteur komu úr mörgum áttum,.
því að hann kom víða við. Fyrst komu líffræðingar og
efnafræðingar, síðar dýralæknar og siðast en ekki síst
læknarnir. Oss læknum er aldrei vel við, að menn, sem
ekki eru læknar, sjeu að grípa inn í vorn verkahring.
Þeir voru líka margir hverir lengi vel örðugustu mótstöðu-
menn Pasteurs og neituðu kenningum hans um næma*