Skírnir - 01.01.1923, Page 153
Skirnir]
Louis Pasteur 1822—1922.
143'
sjúkdóma Læknar og dýralæknar spurðu, hvað Pasteur,
sem ekki væri annað en efnafræðingur, vildi vera að
vasast í lækningum, sem hann hefði ekkert vit á. Mjer
þykir leiðinlegt að segja frá þessu, læknastjettarinna vegna,
en satt er það samt. En auk vísindamanna, sem þó rök-
ræddu vel flestir uppgötvanir Pasteurs, þó ekki allar, voru
aðrir, sem fóru öðruvísi að ráði sínu. Það voru menn,
sem vantaði skilning og greind til þess að gagnrýna rit
og gjörðir Pasteurs, en rjeðust ósvifnislega og illgjarnlega*
á hann sjálfan. Þeir báru honum á brýn, að hann væri
samviskulaus og ágjarn skrumari, sem væri að reyna að
hafa peninga út úr fólki, að hann leyndi því, sem mis-
hepnaðist við bólusetningar hjá sjer, að hann væri trú-
leysingi og vildi kollvarpa öllu heilögu og göfugu. Þessir
smágerlar hans væru orðnir nokkurskonar guð hjá hon-
um og væru í hans augum því nær almáttugir. Pasteur
varði skoðanir sínar af miklurn krafti og sigur hans að
lokum í öllum þessum deilum liggur í því, að hann svar-
aði mótstöðumönnum sínum með þessu: Setjið nefnd til
þess að athuga rannsóknir mínar, eða hvað heimtið þjer,
hvernig viljið þjer að jeg hagi tilraunum mínum, komið
og sjáið sjálfir, hvað jeg gjöri, og svo árangurinn, og dæm-
ið svo. Hann var boðinn og búinn að endurtaka tilraun-
ir sínar, hvenær sem var, og með því hlaut hann að
sannfæra mótstöðumennina að lokum. Seinasta ár æfi
sinnar hafði hann sigrað í öllum deilum og fengið fulla
viðurkenningu. Hann var orðinn fjelagi í mörgum vís-
indafjelögum, og hafði fengið heiðurslaun hjá franska þing-
inu. Bæði bændur og iðnaðarmenn veitu honum margvís-
lega viðurkenningu fyrir hjálp þá, sem hann hafði veitt
þeim. En 2 viðburðir sýndu þó best, hve mikið álit hann
hafði: Það er Pasteursstofnunin, sem getið var áður, og
var reist 1888, og hátíðin, sem honum var haldin á 70 ára
afmæli hans 1892. Voru þar saman komnir vísindamenn
frá öllum löndum til þess að heiðra hann.
46 ára gamall fjekk Pasteur heilablóðfall og varð
máttlaus vinstramegin. Batnaði honum að vísu eftir all-