Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 154
J44 Louis Pasteur 1822—1922. [Skírnir
ínarga mánuði en aldrei að fullu. Hann var alla æíi siðan
ihaltur á vinstra fæti og vinstri höndin var aflminni. En
iþetta alvariega sjúkdómskast hafði engin ábrif á starf
rhans, það lítur svo út sem það hafi þvert á móti eggjað
hann til þess að herða sig enn þá meira. Hann vann
aldrei meir en næstu árin þar á eftir, honum fanst það
minna sig á, að æfin er stutt, þegar mikið er að vinna.
Þegar þess er gætt, hvað kappsamlega hann vann alla,
æfi, og varð hinsvegar stöðugt að verja sig fyrir árásum,
.sem oft voru illkvittnislegar og persónulegar og hann
tók sjer nærri, þá er ekki að furða, þótt hann þreyttist
og ljeti undan. 1884 er honum auðsjáanlega farið að
fara aftur og 1888, þegar Pasteurstofnunin er vigð, verður
hann að láta son sinn lesa upp ræðu sína, eins á 70 ára
afmæli sínu 1892, hafa það þó líklega verið eínhver
stærstu augnablik í hinni viðburðamiklu æfi hans. Sein-
ustu árin var hann mjög hrumur, en gat þó fylgst með
því, sem gjörðist. En lífið heldur áfram og heimtar nýja
menn í stað þeirra, sem falla í valinn. Lærisveinar
Pasteurs hjeldu áfram starfi hans og hafa hafið Pasteurs-
stofnunina til vegs og virðingar. Pasteur og kona hans
voru grafin undir tröppu byggingarinnar í fagurri og
skreyttri grafhvelfingu. Má segja, að Pasteursstofnunin,
sem er heimsfræg vísindastofnun, sje vel viðeigandi og
fagur bautasteinn yfir hann.
Öllum kemur saman um, að Pasteur hafi verið fram-
úrskarandi hugvitssnillingur og unnið meira stórvirki i líf-
fræðinni en nokkur annar. Ef vjer nú spyrjum, í hverju
það liggi, að hann fjekk svo miklu afkastað, þá má taka
þessi atriði fram. Fyrst og fremst hefir hann þann heilaga
eld, þessa brennandi löngun til þess að rannsaka, í öðru
lagi er hann alla æfi sístarfandi, frá morgni til kvölds
á rannsóknarstofu sinni. Tilraunir sínar gjörir hann af
fágætu hugviti, þær eru vel hugsaðar og framkvæmdar
með sivakandi eftirliti og þó blátt áfram og svo auðskild-
ar, að þær eru nú orðnar klassisk fyrirmynd. Hann legg-
ur dæmafáa elju, þolinmæði og þrautseigju í það að leysa