Skírnir - 01.01.1923, Síða 155
Skírnir]
Louis Pasteur 1822—1922.
145
viðfangsefni sín, hann hættir ekki fyr en full vissa er
fengin. Alyktanir hans eru skarpar, rökrjettar og frá-
bærlega skýrt framsettar. Ekki skiftir þó minstu máli,
•hversu fljótt honum verður ljóst, hvaða afleiðingar rann-
sóknir hans hafa á ýmsum sviðum. Loks hefir hann sí-
vakandi löngun til þess að gjöra gagn með uppgötvunum
sínura, hann reynir undireins að gjöra þær nothæfar. Þar
kemur fram mannvinurinn Pasteur.
Heimilislíf Pasteurs var ágætt. Kona hans var hon-
um alla æfi góð hjálp í störfum hans og skrifaði mjög
mikið fyrir hann. Öll fjölskyldan fylgdist með í störfum
hans og það þótt hún væri dreifð út um alt Frakkland.
Fjölskyldan fjekk strax að vita brjeflega, hvaða tilraunir
Pasteur ætlaði að gjöra og svo hvernig þær hepnuðust. Var
þetta Pasteur mikill styrkur í starfi hans og baráttu.
Ýmsar skrítlur eru sagðar um Pasteur. Meðal ann-
ars er sagt, að hann hafi gleymt brúðkaupsdegi sínum.
Hann var að vinna á rannsóknarstofu sinni og það varð
■að sækja hann þangað í mesta flýti til þess að koma i
kirkjuna. Veislufólkinu leiddist að bíða eftir honum.
Meðan hann var í tilhugalífinu, kvartaði hann undan því,
að sjer hætti við því að slá slöku við rannsóknirnar. Þá
er og sagan frá læknafundinum í Höfn 1884 alþekt. I
veislu, sem fundarmönnum var haldin, útlistaði Pasteur
fyrir borðdömu sinni, hvernig gerlarnir, þessar örsmáu
skaðiegu verur, væru alstaðar á öllum hlutum. Á borð-
um voru meðal annars kirsiber og Pasteur þvoði þau
vandlega í vatnsglasi áður en hann át þau, til þess að
losa þau við gerlana. En af ákafanum að skýra þetta
efni, gleymdi hann sjer svo, að hann drakk skolavatnið
með öllum gerlunum. Menn mega þó ekki halda, að
Pasteur hafi verið neitt afkáralegur, það var hann alls
ekki, hann gekk vel til fara og ekkert ankannalegt var
við hann í ytra útliti.
Jeg get ekki iokið máli minu án þess að minnast á
lyndiseinkenni Pasteurs í fám orðum. Skrítlurnar, sem
jeg nefndi, sýna ef til vill betur en flest annað eitt af
10