Skírnir - 01.01.1923, Side 156
146
Louis Pastenr 1822—1922.
[Skirnir
aðaleinkennum hans, ástina á vinnunni. Vinnusemi hans,
elja og þolgæði var framúrskarandi. Hann var vinfastur
og hjelt trygð alla sefi við æskuvini sína og kennara.
Oeigingjarn var hann, ekkert var fjarstæðara en að brígsla
honum um fjegirni. Haun vildi láta systur sínar taka
allan arfinn eftir föður þeirra; hann hefði getað grætt of fjár
á rannsóknum sinum, en gjörði það ekki. Hann var til-
finningarikur og tilfinninganæmur og tók sjer nærri, ef
illa var talað um hann. Föðurlandsvinur var hann
heitur og mætti nefna þess mörg dæmi. Hann vildi ganga
í herinn 1870—71, en var synjað þess, vegna þess að
hann var fatlaður. Mannvinur var hann og mikill. Jeg
ræð þeim, sem þess eiga kost, að lesa ræður hans, þær
lýsa góðri og göfugri sál.
Jeg byrjaði erindi mitt með því að segja, að Pasteur
hefði verið byltingamaður, í óvenjulegum skilningi þó, og
vona að hafa sannað, að það sje ekki ofmælt. En það-
væri lika eins hægt að segja, að Pasteur hafi verið töfra-
maður. Hann var eins og þessir indversku töframenn,.
sem geta. sýnt fólki ný sjónarsvið. Pasteur opnaði alveg
nýjan heim fyrir mönnum, fullan af óteljandi, iifandi
smáverum um loft, láð og lög, heimurinn var orðinn rík-
ari, margfalt auðugri en áður, alstaðar var líf. Pasteur
opnaði nýtt svið fróðleiks og þekkingar, og þessa þekk-
ingu notaði hann til gagns og blessunar mannfjelaginu.
— Æfisaga Pasteurs er dremi, mynd, ítnynd, æfintýrið um
eilífa viðleitni mannsandans að rannsaka náttúruna og
finna þar lögmál, sem ráða oss sjálfum og umheiminum
og nota þessi lögmál sjer til gagns i baráttunni við efnið,
til meiri þroska. — Maðurinn, hugvitssnillingurinn og
mannvinurirtn Pasteur á það skilið, að hans sje minst
rneð virðingu, aðdáun og þakklæti.