Skírnir - 01.01.1923, Page 157
Diocletianus keisari.
Eftir Þorleif H. Bjarnason.
Til þess að skilja stefnu og starfsemi þessa stórmerka
keisara, verða menn að gera sjer grein fyrir, í hvert óefni
högum rómverska ríkisins var komið, er hann kom til
sögunnar, og hver ráð nokkrir fyrirrennarar hans höfðu
tekið upp, til þess að reisa rönd við aðsteðjandi sundur-
limun og hruni ríkisins. Skal því hjer á eftir skýrt stutt-
lega frá aðaldráttunum í þessari raunasögu, áður en vjer
víkjum að sjálfu aðalefninu.
Eftir víg Commodusar keisara 192 e. Kr., rjeðu líf-
verðir keisara því um all-iangt skeið, hver varð keisari, og
seldu jafnvel stundum keisaratignina þeim, er best bauð.
En þá vildu og hersveitir þær, er áttu setu í útjöðrum
ríkisins hafa hönd í bagga með kosningu keisara og
kvöddu hershöfðingja sína til þeirrar tignar. Hófst þá
hin mesta skálmöld og gekk ekki á öðru en mannskæð-
um styrjöldum milli þessara svonefndu hermannakeisara
frá 192—284. Voru þeir flestir ríkir einvaldar, er studd-
ust við herinn, en. virtu öldungaráðið að vettugi og hlut-
deild þess í stjórninni. Þvarr þvi óðum vegur þess og
völd. Innanlandsstyrjaldirnar og hin ógurlegu hervirki,
er þeim voru samfara, drógu smásaman þrótt úr rikinu,
og ofan á það bættust svo drepsóttir, hallæri og afar-
mikil fjárþröng. Af því leiddi aftur, að atvinnubrögðum
hrakaði stórum, velmegun og hagsæld ‘fór forgörðum og
loks tók smátt og smátt fyrir fjör manna og glaðværð.
10*