Skírnir - 01.01.1923, Síða 158
148
Diocletianus keisari.
[Skirnir
Þegar hjer var komið fór Rómverjum auk þess að
standa miklu meiri hætta af erlendum fjandmönnum en
áður. Má þar einkum tilnefna Persa, er 226 e. Kr. höfðu
brotið undir sig alt Parþaríki og stofnað hið nýpersneska.
ríki. Þeir tóku sjer fyrir hendur að vinna aftur lönd þau,
er eitt sinn höfðu lotið Persaveldi, og sóttu með miklum
her vestur á skattlönd Rómverja í Asíu. Þá tóku og Ger-
manar, sem til þessa höfðu barist við Rómverja í ótal
smáura þjóðflokkum, að gerast miklu ægilegri óvinir, er
þeir gerðu bandalag með sjer og skipuðu sjer undir sam-
eiginlega herstjórn. Loks voru ýmsar gotneskar þjóðir
komnar norðan úr Eystrasaltslöndum suður að Svartahafi.
Sættu þjóðir þær, er nú voru taldar, löngum færi og rjeðu
þar að rómverska ríkinu, er litlar varnir voru fyrir, og
tækist þeim, að brjótast inn yfir landamærin, gátu þeir
rænt og ruplað eftir vild sinni. Keisari hjelt oftast nær
liði sínu þangað, er hættan var mest, og þá kom það oft
fyrir, að þeir hershöfðingjar hans gerðu uppreisn, sem áttu
yfir her að ráða á öðrum stöðvum rikisins.
Hættulegast var ríkið statt frá því um 250 fram und-
ir 270 e. Kr. Innanlands geisuðu borgarastyrjaldir, en
Persar og ýmsar germanskar og gotneskar þjóðir hjeldu
með ránum og manndrápum langt inn í rikið; auk þess
var fjárhagur þess eins bágborinn og mest mátti verða.
Var þá ekki annað sýnna en það mundi liðast í sundur,
og það því fremur sem ýmsir hershöfðingjar tóku sjer
keisara nafn. Er t. d. talið, að frá 260—268 hafi 18 hers-
höfðingjar verið teknir til keisara. Þá varð það rikinu
til bjargar, að dugandi menn hófust hver fram af öðrum
til keisaratignar. Eru þeir oftast nær kendir við land
það, sem þeir voru ættaðir frá, og nefndir keisararnir frá
Illyriu. Einna merkastur þeirra var Lucius Domitius
Aurelianus (270—275). Verður hjer vikið stuttlega að
höfuðdráttunum í utanríkis- og innanríkisstjórn hans, af
því að Diocletianus mun í nokkrum verulegum atriðum
hafa tekið sjer hana til fyrirmyndar. Aurelianus fjekk
yfirstigið Vandala og Gota, sem gert höfðu herhlaup suður