Skírnir - 01.01.1923, Page 159
Skírnir]
Diocletianus keisari.
149
á Ítalíu. En þar sem liann í viðureigninni við þá hafði
komist að raun um, að Róm gat verið hætta búin af árás-
um útlendra óvina, ljet hann viggirða hana með miklum
múrvegg, 16 km. að lengd, sem ber nafn hans og stend-
ur að miklu leyti enn i dag. Hann braut aftur til hlýðni
skattlönd þau, er gengið höfðu undan rikinu, og rak frá
ríkjum Zenobiu drottningu í Palmyra, sem hafði lagt
undir sig skattlönd Rómverja í Asiu og Egiptaland. Sömu
skil gerði hann keisara einum, sem brotist hafði til valda
í Gallíu. Fyrir öll þessi afreksverk var hann sæmdur
virðingarnafninu »viðreisnarmaður heimsins« („restitutor
orbis“). Þó að mikið væri aðgert, duldist Aurelianusi ekki,
að gera þyrfti frekari ráðstafanir til þess að treysta ríkið
og gera keisara fastari í sessi en þeir höfðu verið hina
síðari mannsaldra. I því skyni jók hann, að sið austur-
lenskra einvaldsdrottna, völd og helgi keisara og gerðist
allskostar einvaldur í stjórn sinni. Til marks um það
tók hann upp höfuðdjásn (diadema) Austurlanda konunga
og á peningum, sem hann Ijet móta, er hann kallaður
»herra og guð« (dominus et deus). Til þess að gera ríkið
traustara og varnirnar samfeldari ijet hann Daciu —hjeruð-
in fyrir norðan Dóná — lausa við Gota. Hafði hún síðan
á dögum Trajanusar kostað Rómverja líf margra hraustra
drengja og of fjár. Nokkrir yngri sagnfræðingar, svo sem
Guglielmo Ferrero, halda því fram, að Aurelianus hafi
gert Miþrasátrúnaðinn i þeim búningi, sem hann hafði
fengið í Vesturlöndum, að ríkistrú; en eftir þeirri trú
taldist einvaldinn hafa þegið völd sín af Miþras og sam-
lagast honum og vera fulltrúi hans hjer á jörðu. Hinsveg-
ar telur hinn frægi sagnaritari Jacob Burckhardt það vafa-
samt, hverrar trúar Aurelianus hafi verið. I fornum heim-
ildum er þess getið, að eftir eyðing Palmyru hafi hann
látið endurreisa þar hof sólarguðsins og síðan reist mikið
og veglegt sólarhof í Róm og komið þar fyrir 15000 pund-
um gulls. Er ekki ósennilegt, að eitthvert samband hafi
verið milli Miþras og sólarguðsins, er vjer vitum ekki
deili 4. A sumum peningum, er Aurelianus ljet móta, er