Skírnir - 01.01.1923, Side 160
150
Diocletianns keisari.
[Skírnir
sólarguðinn kallaður »Sol invictus« (hinn ósigrandi sólar-
guð). En hvort sém hann hefir verið Miþrastrúar eða
sólartrúar, þá er ekki ólíklegt, að þessi átrúnaður hans
hafi stuðlað að því, að veita keisara meiri helgi í augum
þegna hans.
Aurelianus tók sjer fyrir hendur að koma betri skip-
un á peningamál og fjármál ríkisins, en áður honum tæk-
ist að koma. henni í framkvæmd, var hann í árslok 275
veginn af nokkrum æðri liðsforingum í her sínum. Má
vera að dugnaður hans og óbilgirni i að framfylgja nýj-
ungum þeim, er fyr voru taldar, hafi bakað honum óvin-
sældir og hatur hinna æðri stjetta, en þó er ekki loku
fyrir skotið, að hin austurlenska einvaldsstefna hans hafi
ráðið mestu um víg hans. Hitt er víst, að liðsmönnum
hans þótti vígið svo illt verk, að þeir vildu ertgu ráða um
kosningu eftirmanns hans og báðu öldungaráðið fyrir að
sjá. Kom það svo flatt upp á það, að það færðist í fyrstu
undan tilmælum þeirra og var þá keisaralaust nokkra.
hríð, en loks ljet það tilleiðast og nefndi til keisara
Marcus Claudius Tacitus, oddvita ráðsins. Hann fjekk
ráðinu aftur í hendur völd þau, sem það hafði haft endur
fyrir löngu. En er Gotar rjeðu inn í Litlu-Asiu og Tacitus
keypti þá af höndum sjer, var hermönnunum nóg boðið
og drápu þeir keisara eftir nokkura mánaða stjórn. Þannig
mistókst með öllu tilraunin að reisa aftur við völd og
áhrif öldungaráðsins, enda þótt eftirmaður Tacitusar,
Marcus Aurelius Probus, er herinn hóf til keisaratignar,
getði sjer títt við ráðið og ljeti það staðfesta fyrirskipan-
ir keisara, til þess það eiga þar bakhjarl gegn ofstopa-
fullum og róstugjörnum hermönnum.
Marcus Aurelius Probus (276—282) var vitur stjórn-
ari og dugandi hershöfðingi, er rak hvervetna óvini
ríkisins af höndum sjer. Iiann setti marga hertekna
raenn niður sem leiguliða á útjöðrum rikisins, einkum á
Bretlandi og i Þrakíu, en suma gerði hann að hermönn-
um sinum. Ráðstöfun þessi verður skiljanleg, þegar þess
er gætt, hversu landslýðurinn hafði undanfarandi áratugi