Skírnir - 01.01.1923, Side 161
Skirnir]
Diocletianus keisari.
151
fallið unnvörpum í styrjöldum og drepsóttum; af henni
leiddi aftur, að lönd þessi og hjeruð urðu fyrir miklum
germönskum áhrifum, en hin rómverska menning þeirra
þvarr. Annars var Probus mikill umsýslumaður í ríki
sínu og ljet hermenn sína starfa að þvi að gera vegi,
brýr og skurði og þurka upp mýrar. Hann ljet þá og
flytja vínvið frá Ítalíu til Gallíu og Dónaulandanna og
gróðursetja þar. En hermönnunum gatst lítt að þeim störf-
um, brugðu trúnaði við keisara og myrtu hann og tóku
Marcus Aurelius Carus til keisara. En hann tók aftur
tvo sonu sína Numerianus og Carinus fyrir meðstjórnar-
menn. Hófst þá aftur mikil óstjórn og ófriður í ríkinu,
er lauk svo, að þeir feðgar Carus og Numerianus voru
drepnir af hermönnum sínum, en Carinus vildi ekki hlíta
úrskurði hinna rómversku herforingja, sem höfðu eftir
víg þeirra feðga kosið Diocletianus til keisara (.284), og
fór með her manns á hendur honum. Lenti herj-
um þeirra saman í Mösíu vorið 285 og var tvísýnt hvor
þeirra mundi verða yfirsterkari, en í þeim svifum var
Carinus veginn af sínum mönnum.
Gajus Aurelius Valerius Diocletianus (284—305) var
rettaður úr Dalmatiu. Er talið að faðir hans hafi verið
þræll eða leysingi. Hann nefndist á gríska tungu Diokles
(,hinn Zeusfrægi’), en breytti síðan nafni sínu að róm-
verskum sið í Diocletianus. Hann þótti hraustur, dug-
andi og skyldurækinn herforingi, hafði einnig verið skatt-
Jandstjóri og borið ræðismannsnafn og loks verið foringi
fyrir lífverði keisara. Þó mun hann einkum hafa átt
vit8munum sínum og öðrum andlegum yfirburðum að
þakka, að hann var kjörinn keisari, eins og fyr er sagt.
Diocletianus átti í þvi sammerkt við Augustus keis-
ara, að hann gaf sig lítt við herstjórn, en ljet aðra menn,
sem hann treysti, hafa hana á hendi. Aftur á móti reri
hann öllum árum að því, að koma fastara og betra skipu-
lagi á ríkið, enda tókst honum það framar öllum vonum.
Hann sá glögt af reynslu undanfarinna ára, að baráttan
um völdin og styrjaldir þær, sem af henni leiddu, voru