Skírnir - 01.01.1923, Page 162
152
Diocletianue keisari.
[Skírnir
eitthvert mesta mein ríkisins. En það átti hinsvegar rót
sína að rekja til þess, að keisarar voru kosnir. Hann
nam því kosning keisara úr lögum og dró öll völd óskor-
að í hendur keisara. Við það fjell stjórnarskipun August-
usar um koll, er laut að því, að keisari og öldungaráð
skiftu með sjer völdunum og stjórnarstörfunum. öldunga-
ráðið misti þannig að fullu og öllu hlutdeild þá í stjórn
ríkisins, sem það hafði haft hingað til að lögum, þó að
hún væri í raun rjettri að miklu leyti gengin úr greip-
um þess, eins og áður hefir verið sýnt.
Áður fyr hafði keisari verið trúnaðarmaður og æðsti
fulltrúi þjóðarinnar og farið æfilangt með völdin, hann
hafði verið þjónn, en ekki drottinn ríkisins. Nú gerðist
hann drottinn þess og þegnanna og var jafnvel talinn
guð. Hann átti nú ekki framar að sækja völd sín undir
fullveldi þjóðarinnar, heldur varð hann nú sjálfur full-
valdur. Hin austræna skoðun á konungsvaldinu, er hnje
að þvi, að það væri guðdóralegt og ótakmarkað, hafði nú
einnig borist til Róm og orðið þar ofan á og gerbreytt
skilningi manna á valdi og stöðu keisara. Hann var frið-
helgur og allar athafnir hans heilagar. Hann var æðsti
löggjafi og dómari, engum lögum háður og þurfti ekki
að gera neinuin grein fyrir orðum sínum eða gerðum.
Hann bar hvítt bindi um enni sjer til marks um, að hann
hefði þegið völd sín af guðunum, og viðhafnarbúningur
hans var purpuraskykkja, sett gulli og gimsteinum. Keis-
arinn var hátt yfir aðra menn hafinn og átti sem minst
mök við þá, en hirð hans fjölmenn og tiguleg og hirð-
siðirnir margbrotnir og strangir að austrænum sið. Hver
sem gekk fyrir keisara varð t. d. að kveðja hann og
ávarpa með knjefalli. En með allri þessari helgi og við-
höfn skyldi loku fyrir það skotið, að nokkur dirfðist að
seilast eftir völdum keisara. Það var hvorki hjegóma-
girnd eða fordild, er kom Diocletianusi til þess að gera
þessa stórfeldu breytingu á stjórnarfarinu, heldur einlæg
viðleitni að gera keisara svo fastan í sessi og voldugan,
að hann gæti tálmunarlaust starfað fyrir land og lýð.