Skírnir - 01.01.1923, Side 163
Skírnir]
Dioeletianus keisari.
15»
Honum duldist ekki heldur, að einangrunin gat orðið keis-
ara hættuleg og kvartaði jafnvel oftlega yfir henni. En
þeim mun brýnni munu ástæður þær hafa verið, er knúðu
hann til þessarar breytingar. Diocletianus vildi ekki að
eins treysta og auka völd sín, heldur gerði hann sjer far
um að sjá rikinu fyrir góðri og öflugri stjórn eftir sinn
dag. Úr því sem komið var, virðist hafa legið beinast
fyrir, að taka upp fastar ríkiserfðir. En keisari mun
annaðhvort hafa kynokað sjer við að gera það — enda
fór það þvert ofan í rómverskar venjur og hugsunarhátt,
að embætti gengi að erfðum — eða efast um, að það
mundi gefast vel. Hann tók því upp aðra skipun, sem
erfiðleikar þeir hinir miklu, er hann átti við að stríða
fyrst eftir að hann varð keisari, munu hafa skotið hon-
um i brjóst.
Borgarastyrjöldin milli Carinusar og Diocletianusar
kom af stað uppreisnum víðsvegar í ríkinu, einna mest
brögð voru að þeim i Galliu. Þar hófu öreiga bændur
og annar gjaldþrotalýður uppþot mikið og gerðu jafnvel
foringja sina að keisurum. Tryltar og siðlausar þjóðir
fóru að gera aftur vart við sig á landamærum ríkisins
og víkingar rupluðu og rændu strendur Galliu og Bret-
lands. öll þessi vandræði færðu keisara heim sanninn
um, að einum manni væri ofvaxið að stjórna ríkinu og
verja það ágangi útlendra óvina. Fyrir því tók hann
sjer árið eftir að hann settist að ríkjum dugandi hers-
höfðingja, er Maximianus hjet, fyrir meðstjórnanda eða
undirkeisara. Hann var af lágum stigum, eins og Dio-
cletianus, og ættaður úr Illyriu; hraustur maður og her-
kænn, geðríkur og vanstiltur í skapi, en einkar auðsveip-
ur og hollur Diocletianusi. Maximianus sefaði á nokkrum
vikum með mestu grimd og harðneskju uppreisnina i
Galliu, en fyrir dugnað þann, sem hann sýndi í viður-
eign þeirri, gerði Diocletianus hann árið 286 að yfirkeis-
ara og setti hann yfir vesturhluta ríkisins, en sjálfur
stjórnaði hann austurhlutanum. Þar var miklu betri frið-
ur og næði til löggjafarstarfa og annara umbóta en í