Skírnir - 01.01.1923, Síða 165
:Skírnir]
Diocletianus keisari.
155
•en komið var. Árið 292 skipuðu því yfirkeisararnir tvo
aðstoðar eða undirkeisara (Caesares) og ættleiddu þá. Jafn-
framt var lögfest sú skipun, að þegar annar yfirkeisarinn
fjelli frá eða Ijeti af stjórn, skyldi hinn einnig fara frá,
en undirkeisararnir verða yfirkeisarar í hinna stað og
skipa þá um leið nýja undirkeisara.. Diocletianus vildi
með skipun þessari koma á einskonar rikiserfðum og
•koma í veg fyrir, að ýmsir hershöfðingjar brytist til
valda við fráfall keisara, eins og áður hafði tíðkast. Með-
an Diocletianus sat sjálfur að stjórn gafst þessi margbrotna
og óeðlilega skipun hans vel, því að samkeisarar hans
•báru svo mikla lotning fyrir honum; en skömmu eftir
að hann ljet af stjórn var henni kollvarpað af Constan-
tinusi keisara. Undirkeisarar þessir nefndust Gajus Gale-
rius Valerius Maximianus, er gekk að eiga Valeriu einka-
dóttur Diocletianusar, og Marcus Flavius Valerius Constan-
tius, sem venjulega er kallaður Constantius Chlorus (hinn
fölleiti), af litarhætti sinum. Hann var kvæntur Theodóru
stjúpdóttur Maximianusar yfirkeisara. Báðir hinir nýju
undirkeisarar voru ættaðir frá Illyriu. Galerius var af
lágum stigum, en dugandi hershöfðingi. Hann var mað-
ur harðráður, geðríkur og drambsamur, en hinn auðsveip-
•asti við Diocletianus Constantius var aftur á móti af
göfugu bergi brotinn, hafði í uppvextinum notið góðrar
íræðslu og fengið áhuga á forngrískum og rómverskum
Hæðum og þótti góður og röggsamur hershöfðingi og mann-
úðlegur og mildur stjórnari. Skiptu nú þessir 4 keisarar
þannig löndum með sjer: Diocletianus áskildi sjer austur-
lönd þ. e. Biþyniu, Arabiu, Lybiu, Egiptaland og Sýrland;
Galerius hlaut Dalmatiu, Pannoniu, Mösiu, Þrakiu, Grikk-
land og Litlu-Asiu; Maximianus Róm og Italíu, Rhátiu,
Sikiley, Sardiniu, Spán og Norður-Afríku; Constantius
Hretland og Galliu. Þar sem varnir ríkisins höfðu ráðið
svo miklu um skipun hinna nýju keisara, fengu þeir að-
setur á þeim útjöðrum ríkisins, sem einna mest mæddi á,
en ekki í Róm. Diocletianus i Nikomediu í Biþyniu,
'Ualerius í Sirmium í Pannoniu, Maximianus í Mediolan-