Skírnir - 01.01.1923, Page 166
156
Diocletianus keisari.
[Skírnir
um (Milano) og Constantius í Augusta Trevirorum (Trier).
Enda þótt æðsta stjórnarvaldinu væri þannig skift milli
4 stjórnenda, skyldi ríkið að tilætlun Diocletianusar samb.
vera eitt og óskift eftir sem áður. Hann fór með æðstu
yfirráðin og hans boði og banni var alstaðar fylgt. Hann
og meðstjórnendur hans teljast hafa þegið völd sín af
sólguðnum og vera goðbornir og goðafeður (;a deis geniti
et deorum creatores’). Diocletianus sjálfur átti auk þess
að fagna sjerstakri handleiðslu og vernd Jupiters, eins og
kenningarnafn hans Jovius ber vitni um.
Það varð hlutverk Constantiusar að fara með her
manns á hendur Carausius, sem áður var nefndur. Hann
vann fyrst vigi eitt í Gallíu, sem Carausius hafði kastað
eign sinni á, og nú nefnist Boulogne. Því næst snerist
liann í móti Frökkum, bandamönnum Carausiusar, fór
herskildi um land þeirra og gerði marga af þeim að leigu-
liðum í Galliu. Að því búnu kom hann sjer upp öflug-
um flota og hjelt til Bretlands. En þá hafði lífvarðar-
foringi Carausiusar, er Alectus hjet, ráðið hann af dög-
um og tekið sjer keisara nafn. Varð Constantiusi því
sigurinn auðunninn (296). Hann sýndi fylgismönnum
Carausiusar mikla vægð og hafði eftir það oft aðsetur á
Bretlandi i Eboracum (York). Þegar Constantius hafði
brotið Bretland undir sig, tók hann að treysta landvarnir
i Galliu og reisa aftur við bjargræðisvegi landsmanna, er
hafði hnignað mjög undanfariu ófriðarár. Hann átti einnig
vopnaviðskifti við Germana og hafði löngum betur í
þeirri viðureign. Meðan Constantius var önnum kafinn í
að friða Bretland, hafði Maximianus orðið að fara með
her manns til Afríku til þess að hrinda áhlaupum þjóð-
flokka, sem brotist höfðu sunnan úr eyðimörku inn í lönd
Rómverja í Norðui'-Afríku. Er svo að sjá sem honum hafi
tekist að reka þá af höndum sjer.
Árið 293 fól Diocletianus Galeriusi undirkeisara að
halda uppi landvörnum í Donaulöndunum. Átti hann þar
í höggi við ýmsa germanska og slafneska þjóðflokka, sem
gerðu löngum usla í löndum Rómverja fyrir sunnan fljótið.