Skírnir - 01.01.1923, Side 167
Skírnir]
Diocletianus keisari.
157
I þaun tínia gerðu Egiptar uppreisn og tóku sjer þarlendan
keisara. Diocletianus tókst sjálfur á hendur forustuna og
settist um AlexandriUjSem var miðstöð uppreistarinnar. Borg-
arbúar vörðust af mikilli hreysti, en er keisari gat loks náð
borginni á sitt vald, ljet hann hermenn sína ræna hana
og rupla og leggja eld í mörg hús og drepa margt manna.
Þegar uppreisnin var sefuð, friðaði hann hinn róstugjarna
-öreigalýð í borginni með því að gefa honum fyrirheit um
'iífiegan kornfangastyrk.
Fyrstu stjórnarár Diocletianusar fór allvel á með hon-
nm og Persum. En er hann var í allmiklum vanda stadd-
ur í Egiptaiandi, rauf Narses Persakonungur, ungur maður
og stórhuga, friðinn og kastaði eign sinni á Armeniu,
sem Diocletianus hafði aftur gert lýðskylda Rómverjum.
Þótti keisara sóma sínum og ríkisins misboðið með þessu
og sendi Galerius undirkeisara með her manns á hendur
Persum. Hann lagði til orustu við þá á sljettum völlum
ekki langt frá Carrhae, þar sem Crassus hinn auðgi end-
ur fyrir löngu hafði beðið mikinn ósigur fyrir Pörþum og
látið líf sitt. Lá við sjálft, að eins færi nú fyrir Gale-
riusi. Hann fjekk ekki reist rönd við riddaraliði Persa,
misti gervallan her sinn og komst sjálfur nauðulega undan.
En í þeim svifum kom Diocletianus þangað með liðsauka.
Þegar þeir Galerius hittust, ljet Diocletianus undirkeisara
sinn hlaupa 1 rómverska mílu í öllum keisaraskrúða við
hliðina á vagni sinum, án þess að virða hann viðtals.
Hann svifti hann þó ekki herstjórninni, heldur gaf hon-
um kost á, að bæta aftur fyrir glappaskot sitt með þvi
að vinna sigur á Persum. Dró nú Galerius að sjer
mikið lið vestan úr löndum og hjelt her sinum ári síðar
yfir fjallaskörð Armeniu, þar sem Persar gátu ekki komið
við riddaraliði. Þegar hann nálgaðist her óvinanna, hjelt
bann sjálfur uppi njósnum um herbúðir þeirra og herafla
og rjeðst á þá snemma morguns, er þeir ugðu ekki að
8jer. Narses var gersigraður og misti her sinn, hersjóð
og kvennabúr og komst með herkjum undan á flótta.
Ósigur ^konungsins mikla’ var svo tilfinnanlegur, að hann