Skírnir - 01.01.1923, Síða 168
158
Diocletiaims keisari.
[Skirnir-
hóf að fyrra bragði fnðarumleitanir við keisara. Dio-
eletianus gaf konungi kost á friði með þeirn skilyrðum,.
að hann ljeti af hendi alla Mesopotamiu, 5 armenisk
hjeruð við Efri-Tigris, Iberiu (Georgiu) ásamt Kaukasus-
skörðunum, og að Armenia yrði aftur rómverskt lýðríki.
Konungur sá sjer ekki annað fært en að ganga að þess-
um kostum, og var friðurinn saminn í ársbyrjun 298.
Fyrir hina samhentu og öflugu stjórn Diocletianusar
og meðstjórnarmanna hans urðu óvinir ríkisins hvervetna
að lúta í lægra haldi, og í Asíu urðu öll lönd austur að
Tigris Rómverjum háð, eins og verið hafði á stjórnarár-
um Trajanusar. Átti friður þessi mikinn þátt í að treysta
landamæri Rómaveldis í Asiu, enda hjelst friður með Pers-
um og Rómverjum fram undir hálfa öld. Árið 300 má
telja að hinum stórfeldu og hættulegu styrjöldum sje lok-
ið, sem Diocletianus og meðstjórnendur hans höfðu átt í
um allmörg ár, og árið 303 hjeldu keisararnir allir samau
íburðarmikla og veglega sigurhátíð í Róm.
Þessi ófriðarár hafði Diocletianus og meðstjórnendur
hans 8tarfað látlaust að því að rjetta við hag ríkisins.
Þeir, og einkum Diocletianus, voru á sífeldum eftirlíts-
ferðum um ríkið. Auk þess gekst liann mest fyrir því
að koma nýrri skipun á alla umboðsstjórn, atvinnumál,
skattamál og dómgæslu ríkisins og treysta hana með lög-
um. Af einkalaga fyrirskipunum frá stjórnarárum hans,
sem varðveitst hafa í rómverskum lögbókum, telst mönn-
um, að um 1200 sjeu runnin frá honum. Löggjöf hans
á í ýmsum greinum sammerkt við hin mannúðlegu lög
Antoniusar Piusar, Marcusar Aureliusar og Septimusar Se-
verusar, eða er öllu heldur framhald af löggjöf þeirra.
Lög hans mæla t. d. svo fyrir, að börnum sje skylt að
sjá aldurhnignum foreldrum farborða, að faðir megi ekki
selja son sinn; að sonur megi ekki bera vitni mót föður
sínurn nje bróðir gegn bróður eða þræll mót húsbónda
sínum. Það er brýnt fyrir dómurum að láta lögin ganga
jafnt yfir alla án nokkurs manngreinarálits og pynda
menn ekki til sagna nema í ítrustu nauðsyn.