Skírnir - 01.01.1923, Page 170
160
Diocletianns keisari.
[[Skírnir
áður fyr hafði fjallað um mál, sem vörðuðu alt ríkíð, fór
nú aðeins með málefni borgarinnar. Róm og ríkið var
ekki lengur eins og áður fyr eitt og hið sama, heldur
sitt hvað.
Þá var og að heita mátti sjálfsforræði rómverskra
borga lokið. Þær höfðu framan af keisaraöldinni ráðið
sjer að mestu leyti sjálfar og keisari og skattlandsstjórar
aðallega haft eftirlit með stjórn þeirra. Síðan hafði sjálf-
stjórn þeirra farið smám saman hnignandi, þar til er
embættismenn keisara, þegar hjer var komið, tókust á
hendur stjórn þeirra. Stjórnin íþyngdi þeim á ýmaar
lundir, einkum hinum svonefndu borgaráðmönnum (de-
'Curiones) þeirra, svo sem með þvi að skylda þá til að
ábyrgjast, að borgir og umhverfi þeirra greiddu ríkinu
lög8kipuð gjöld. Við þetta var borgaráðunum svo íþyngt,
að engir fengust til að vera i þeim, enda voru völd
þeirra og áhrif þrotin. En þá greip stjórnin til þess úr-
ræðis, að gera stöðuna, sem framan af keisaraöldinni
hafði þótt virðuleg og eftirsóknarverð, arfgenga og þröngva
öllum, sem áttu ákveðna fjáreign í jörðum, til þess að
sitja i borgaráðunum. Skyldu þeir allir fyrir einn og
einn fyrir alla bera ábyrgð á gjöldunum. Fyrir bragðið
varð stjett þessi smám saman fjelaus. Allir atvinnurek-
endur í borgunum, svo sem verksmiðjueigendur, kaup-
menn og iðnaðarmenn, voru þegar framliðu stundir flokk-
aðir í gildi, er skyldu greiða ríkinu fastákveðin skatt-
gjöld. Staðan var og arfgeng, enginn kostur að losna úr
gildinu, nema með því að fá einhvern til þess að ganga
í sinn stað.
Sama ófrelsið ber fyrir oss í sveitunum. Frjálsir smá-
bændur voru nú því nær alveg horfnir í vestrómverska
ríkinu. Þar höfðu nálega allar jarðeignir safnast á hend-
ur auðugra stóreignamanna eða voru í eigu ráðmannanna
í borgunum. Á stóreignunum bjuggu nú eigendurnir og
ættfólk þeirra, auk þræla, leysingja og leiguliða. Þessir
frjálsu leiguliðar urðu skömmu eftir að hjer var komið
ánauðugir og átthagabundnir. — Stjórnendurnir skirðust