Skírnir - 01.01.1923, Side 171
Skírnir]
Diocletianus keisari.
161
ekki við að svifta þegna sína sjálfkvæðisrjetti og athafna-
írelsi og flokka þá niður i erfðastjettir með ákveðnum
akyldum og rjettindum, til þess að afla fjár þess, sem gekk
til útgjalda ríkisins.
Þjóðfjelag, sem verður að taka til slíkra örþrifsráða,
til þess að afla sjer nauðsynlegra tekna, er efnahagslega
langt leitt. Það er engum vafa undirorpið, að rómverska
ríkið lagði um þessar mundir þegnum sínum þyngri byrð-
ir og kvaðir á herðar, en þeir fengu undir risið. Þess
vegna fór velmegun þeirra og gjaldþol smáþverrandi. Með
því að svifta borgarana sjálfstæði þeirra og athafnafrelsi
upprætti stjórnin áhuga þeirra fyrir heill og velferð ríkis-
ins. Vera má að ráðstafanir þessar hafl verið óumflýjan-
legar eftir því sem högum ríkisins var þá komið, en það
orkar ekki tvímælis, að þær urðu síðar meir ríkinu til
niðurdreps og falls.
Þegar Diocletianus kom til valda, voru bjargræðis-
vegir rikisins í mesta ólagi. Fjárkreppa, vöruskortur og
dýrtíð þjökuðu land og lýð, einkum voru allar lífsnauð-
■synjar afardýrar. Líklegt er að þetta háa verðlag hafi
haldist all-lengi, því að árið 301 setti keisarinn með til-
skipun, sem hefir varðveitst í merkilegri áletrun frá
Stratonicea, borg í Litlu-Asíu, hámarksverð á ýmsar lífs-
nauðsynjar og helstu iðnaðarvörur, og jafnframt ákvað
hann hámarks-dagkaup verkamanna og ýmissa iðnaðar-
manna og hámarks-mánaðarlaun kennara o. fl. Var lögð
■við dauðarefsing ef út af var brugðið. Tilskipun þessi
náði að eins til Austurlanda, en kom alls ekki að til-
setluðum notum, því að víða þutu vörur upp í hámarks-
verð, þar sem þær höfðu áður verið seldar við sann-
gjörnu verði, og margir vildu ekki selja varning sinn
íyrir hið ákveðna hámarksverð, svo að vöruskorturinn
varð enn tilfinnanlegri.
Peningamál ríkisins voru i mesta ólestri, þegar Dio-
cletianus tók við stjórn. Hann gerði sjer mikið far um
að kippa þeim í lag og gerði á 15 árum 4 allmiklar breyt-
ángar á peningamálum þess. En þær komu að litlum
n