Skírnir - 01.01.1923, Side 172
162
Diocletianus keiaari.
[Skirnir
notum og uiðu fremur til að auka dýrtíðina en að draga
úr henni, að því er Laetantiusi segist frá. Er ekki ósenni-
legt, að hámarks- og dýrtíðarráðstafanir hans, sem áður
var getið, hafi með fram átt rót sína að rekja til þess, að
afskifti hans af peningamálum ríkisins báru lítinn eða
engan árangur. Loks má geta þess, að síðasta árið, sem
hann sat að völdum, ljet hann meta allar jarðeignir í
ríkinu til dýrleika, til þess að koma rjettiátari og fastari
skipun á skattgreiðslu manna.
Nú skal þá loks vikið að þeirri stjórnarráðstöfun
Diocletianusar, sem hefir bæði fyr og síðar bakað honum
mikla óvild og megna áfellisdóma, en það eru ofsóknir
hans gegn kristnum mönnum. Meðan Diocletianus og
meðstjórnendur hans áttu i hinum erfiðu og hættulegu
styrjöldum við útlenda og innlenda óvini, höfðu þeir látið
trúmál ríkisins litt til sin taka. En þegar þeim hafði loks
tekist að friða ríkið og koma á það sæmilegri skipun,,
breyttist aðstaða þeirra til trúarbragðanna. Diocletianus
hafði tekið sjer fyrir hendur að reisa Rómaveldi aftur
við á fornrómverskum grundvelli, að því er honum tald-
ist. Það var því eðlilegt, að hann snerist. öndverður gegn
öllu því, sem hefti þessa viðleitni hans og þá fyrst og
fremst mót hinum nýja sið, sem var hættulegasti and-
stæðingur hinnar grískrómversku lífsskoðunar og þjóð-
fjelagsskipunar. Auk þess var hann mikill trúmaður á
heiðna vísu og hafði eins og margir samtíðarmenn hans mikl-
ar mætur á vjefrjettum, innýflaspám og spásögnum, en virð-
ist á hinn bóginn hafa verið örlagatrúarmaður og laus
við trúarofaa og trúarofstæki. Hann studdi á ýmsan hátt
hinn forna átrúnað og Ijet reisa mörg hof og ölturu heiðn-
um guðum til dýrðar.
Diocletianus hefir þvi sennilega bæði sakir trúar sinn-
ar og til þess að fyrirgera ekki náð og fulltingi hinna
heiðnu guða talið sjer skylt að hefjast handa gegn krist-
iuni trú. Hann mun enn fremur smám saman hafa komist
á þá skoðun, að hann gæti því að eins hafið ríkið til forns
vegs og frama, að honum tækist að gera kristna trú land-