Skírnir - 01.01.1923, Page 173
Skírnir]
Diocletianus keisari.
163
ræka. Er það því sennilegra og í fyllra samrænai við
lyndiseinkunn hans, að hann hafi sjálfur átt upptökin að
ofsóknunum, en að hann hafi hafið þær, eins og kristnir
rithöfundar halda fram, fyrir áeggjun Galeriusar undir-
keisara, er var svarinn óvinur kristinnar tráar. Annars
eru heimildarrit vor um ofsóknir þessar og upptök þeirra
ærið einhverf og vilhöll. Tilskipunum keisara um ofsókn-
irnar hefir verið tortímt og rit heiðinna sagnaritara (Zosi-
mos og Ammianus Marcellinus) sem meðal annars hafa
fjallað um Diocletianus og ofsóknir þessar, hafa verið
stýfð. Er ekki ósennilegt, að kristnir trúarofstækismenn,
sem hefir t. d. þótt Zosimos bera Diocletianusi og trúar-
ofsókn hans of vel söguna, hafi ónýtt þann kafla af riti
hans, er ræddi um stjórnarferil keisara. Alveg eins og
heiðnir menn stýfðu rit Ciceros ,Um eðli guðanna’ (De
natura deorum), til þess að kristnir menn gætu ekki stuðst
við röksemdir hans í baráttu þeirra móti fjölgyðinu.
Eina ítarlega heimildin um ofsóknirnar er rit Lactantiusar
kirkjuföður ,Um dauða ofsóknaranna’ (De mortibus perse-
cutorum). Er það að vísu samið af samtíðarmanni, er
átti heima í Nikomediu, aðseturstað keisara, en er í mesta
máta hlutdrægt og óáreiðanlegt, og verður því að nota
það með sjerstakri varúð. Frásögn Eusebiosar í kirkju-
sögu hans um ofsóknirnar er einnig víða óáreiðanleg
og ruglingsleg, einkum hvað tímatal og rás viðburða
snertir.
Nokkrum árum áður en kristni-ofsóknirnar hófust, eða
sennilega árið 297 eða 298, lagði Diocletianus fyrir alla
kristna hermenn og liðsforingja í her sínum að kasta
trúnni, ef þeir vildu halda stöðu sinni. Vjer vitum ekki,
af hverjum ástæðum þessi stjórnarráðstöfun keisara hefir
verið sprottin. Það virðist þó liggja beinna við að ætla,
að hún hafi fremur verið stjórnmálalegs en trúarlegs eðlis,
eða með öðrum orðum, að keisari hafi á einhvern hátt
komist að raun um, að kristnum hermönnum væri síður
treystandi en heiðnum. Hins vegar kemur vantraust hans
á kristnum hermönnum ekki vel heim við það, að hann
il*