Skírnir - 01.01.1923, Page 174
164
Diocletianus keisari.
[Skirnir
hafði enn nokkur ár eftir að þetta gerðist og jafnvel eftir
að ofsóknin var byrjuð, kristna menn í þjónustu sinni við
hirðina og það jafnvel í háum trúnaðarembættum. — Um
þessar mundir hófu þeir keisararnir ákafa ofsókn móti
hinni svonefndu Manikeatrú, sem þegar hjer er komið,
hafði náð all-mikilli útbreiðslu í Rómaveldi, einkum i
Norður-Afríku. Trú þessi var persnesk að uppruna og
samsteypa af ýmsum austrænum trúarbrögðum og krist-
inni trú. Virðast Manikear hafa farið all-geist i róm-
verska ríkinu og meir að segja ráðist á ríkisátrúnaðinn.
I tilskipun Diocletianusar á móti Manikeum er sem sje
svo að orði komist: ,Forna trúin á ekki að verða fyrir
aðkasti af hinni nýju’ (neque reprehendi a nova vetus
religio debet). Er ekki ósennilegt, að í orðum þessum
felist meginregla sú, er keisari vildi, að hinir ýmsu trúar-
flokkar ríkisins fylgdu fram, í sambúðinni hver við annan,
svo að trúardeilur milli þeirra röskuðu ekki friðnum.
Hin mikla ofsókn Diocletianusar gegn kristnum mönn-
um hófst með því, að 23. febrúar 303 kom lífvarðarforingi
keisara með embættismönnum og liðsforingjum og sveit
varðl-iðsmanna til kirkjunnar miklu i Nikomediu. Hann
ljet brjóta upp kirkjudyrnar, brenna hinar helgu bækur,
sem geymdar voru í kirkjunni, rupla og ræna gripum
hennar og loks jafna hana við jörðu. Daginn eftir var
birt tilskipun keisara, er lagði svo fyrir, að kirkjur krist-
inna manna skyldu brotnar niður, allar guðþjónustu sam-
komur þeirra bannaðar og helgar bækur brendar. Þá
voru og borgaraleg rjettindi kristinna manna skert að mikl-
um mun: Þeir sem höfðu embætti eða virðingarstöður
á hendi skyldu missa þær. Það var leyft að pynda
þá til sagna, hversu hátt sem þeir voru settir í mannfje-
laginu, kristnir menn af lægri stjettura mistu borgararjett
sinn, og kristnir þrælar gátu alls ekki fengið frelsi, ef
þeir hjeldu fast við trú síDa. Þetta var nú aðalinntak
tilskipunarinnar, að því er kristnir höfundar skýra frá.
Mun það hafa vakað fyrir keisara að skerða svo rjett
kristinna manna, að engir nema þeir, sem lægst voru