Skírnir - 01.01.1923, Side 175
Skirnir]
Diocletianus keisari.
165
settir í mannfjelaginu, gætu unað við þá trú; en eftir því
sem hinum sömu höfundum segist frá, vildi Diocletianus
í upphafi komast hjá aftökum og blóðsúthellingum, enda
vissi hann af reynslu undanfarandi ofsókna, að þær höfðu
ekki gefist vel.
Kristnir menn snerust þegar öndverðir gegn ráðstöf-
unum keisara, af þvi að þeir fundu hjá sjer afl og áræði
til að hefjast handa og gramdist á hinn bóginn rjettar-
skerðing sú, er þeir urðu fyrir. Aðfarir þeirra komu
keisara til þess að herða á ráðstöfunum sínum og sýna
kristnum mönnum í tvo heimana. Fyrsti píslarvotturinn
eftir birting tilskipunarinnar var mikils metinn kristinn
maður, er reif tilskipunina niður með hæðilegum ummæl-
um. Er sagt, að hann hafi verið brendur. Er sennilegt,
að hann hafl gert það í trausti til einhverra almennra
samtaka af kristinna manna hálfu, sem hann hefir haft
eða þóttst hafa einhverja vitneskju um, því að annars er
þessi þvermóðska hans gegn keisara allskostar óskiljanleg.
Þar næst greina heimildirnar frá grimmilegum pyndingum
og aftöku allmargra kristinna hirðherra og hirðsveina.
Má vera að eitthvert samband, sem oss er ókunnugt um,
hafi verið milli þessara viðburða. Eusebios segir að vísu,
að hirðmennirnir hafi látið lífið fyrir trú sína. En eftir
tilskipuninni áttu þeir þá að fyrirgera stöðu sinni og met-
orðum, en ekki lifinu. Hitt mun sönnu nær, að Diocleti-
anus og Galerius, sem þá var staddur í Nikomediu, munu
þóttst hafa komist á snoðir um eitthvert samsæri, sem
kristnir menn hefðu gert gegn þeim.
Skömmu eptir að tilskipunin var birt, kviknaði tvisvar
á fjórtán daga fresti eldur í þeim hluta keisarahallarinn-
ar, sem Diocletianus bjó sjálfur i. Lactantius skýrir svo
frá, að Galerius undirkeisari hafi stofnað til ikveikjunnar,
til þess að geta skotið skuldinni á kristna menn, Diocleti-
anus hafi gengið í gildruna, lagt trúnað á áburð hans og
látið þegaj heipt sina og bræði koma niður á kristnum
mönnum. Það væri óðs manns æði að deila á jafnhlut-
drægan rithöfund og Lactantius er. En það er þó harla