Skírnir - 01.01.1923, Side 176
166
|Diocletianus keisari.
[Skírnir
ósennilegt, að Galerius hafl búið tengdaföður sínum
fjörráð, og hitt ekki síður, að hann hefði gert honum
slíkar glettingar, því að vjer vitum, að hann var
Diocletianusi hinn auðsveipasti og virti hann ávalt
manna raest. Hinsvegar er það ærið ótrúlegt, að maður
gæddur jafnmiklum vitsmunum og Diocletianus og eins
veraldarvanur hefði ekki þegar í stað sjeð, hvernig i öllu
lá. Hitt er víst, að sá grunur lagðist á, að kristnir menn
hefðu ætlað að brenna keisara inni. Var þá hafin grimmi-
leg rannsókn til þess að komast fyrir hið sanna. Lauk
henni svo, að margir kristnir embættismenn við hirðina
og ýmsir safnaðarfjelagar i Nikomediu voru af lífi teknir.
Þar næst greina heimildir vorar frá uppreisnum í Anti-
ochiu og i hjeraðinu Melitene í Kappadokiu, sem kristnir
menn höfðu vakið. Það er segin saga, að þær höfðu ekk-
ert annað upp á sig en að hert var á ráðstöfunum þeim,
er gerðar höfðu verið gegn kristnum mönnum. Ný til-
skipun var gefin út, er lagði svo fyrir, að oddvitar safn-
aðanna skyldu færðir í fangelsi. í þriðju tilskipuninni
var svo fyrirmælt, að kristnir menn skyldu látnir lausir,
ef þeir færðu heiðnum guðum fórnir, að öðrum kosti
skyldi þeim þröngvað til þess með öllu móti. Loks mælti
fjórða tilskipunin svo fyrir, sem var birt 304, að allir
kristnir menn skyldu færa fórnir. í raun rjettri var það
sama sem dauðadómur yfir þeim, er ekki vildu kasta trú
sinni. í austurhluta ríkisins hófust nú grimmilegar of-
sóknir, sem hjeldust fyrst óslitið í 4 ár og síðan meir eða
minna i 5 ár.
Hjer er ekki tóm til að skýra ítarlega frá ofsóknum
þessum eða gagnrýna frásögn Eusebiosar og helgisögurn-
ar um hin afarmörgu hryðjuverk, er þá voru unnin. En
það orkar ekki tvímælis, að ofsóknir þessar efldu stórum
kirkjuna og gerðu hana, færa til að takast siðar meir á
hendur forustuna. í austurhluta rikisins voru mest brögð
að ofsóknunum. Átti það ekki að eins rót sína að rekja
til hinnar miskunnarlausu röggsemi Diocletianusar og hins
ákafa trúarofsa Galeriusar, heldur stafaði það einnig af