Skírnir - 01.01.1923, Síða 177
Sklrnir]
Diocletianus keisari.
167
því, að kristnir menn voru miklu fjölmennari í austur-
hlutanum og þar af leiðandi öíiugri og hættulegri and-
stæðingar en í öðrum hlutum ríkisins. I Afríku beindust
ofsóknirnar einkum að þvi, að heimta hinar helgu bækur
kristinna manna framseldar. í Vesturlöndum hafði kristn-
in náð minni útbreiðslu en í suður- og austurhluta rikis-
ins, enda ljet Constantius Chlorus sjer nægja að brjóta
þar kirkjur og banna samkomur kristinna manna, en hins
vegar fengu kriBtnir menn, sem þjónuðu í hernum eða
gegndu störfum og embættum við hirð hans, að halda
atöðum sínum. Lagðist því það orð á, að hann væri
undir niðri fylgjandi kristinni trú, en svo var ekki. Mann-
úð hans og mentun munu hafa ráðið mestu um aðstöðu
hans til ofsóknanna.
Skömmu eftir að ofsóknirnar byrjuðu, eða vorið 303,
ferðaðist Diocletianus til Róm til þess að balda sigurhátíð
þá, er að framan var getið, og jafnframt væntanlegt 20
ára stjórnarafmæli sitt. í Róm hafði hann nokkrum árum
áður látið gera baðhús þau hin miklu, sem voru stórfeng-
legust allra baðhúsa í Róm. Nú ljet hann útbýta afar-
miklum fjegjöfutn meðal lýðsins, er námu í vorum pen-
ingum um 200 miljónum króna. En lýðurinn kunni hon-
um litlar þakkir fyrír þessa höfðinglegu gjöf, af því að
honum fanst lítið koma til leika þeirra, sem keisari stofn-
aði til, en leikarnir voru lýðnum eins og fyr fyrir öllu.
Þegar keisari varð þess áskynja, að menn lögðu lítið upp
úr leikum hans, sagði hann í háði, að taka bæri fyrir allt
óhóf í návist siðgæslustjóra. Kom það brátt í ljós, að
hann kunni lítt við sig í hinni fornhelgu borg með henn-
ar gömlu menjum og úrelta fyrirkomulagi. Hann hafði
þar að eins skamma viðdvöl og fór burtu úr borginni
í árslok. Á ferðinni austur til Nikomediu varð hann
hættulega veikur, og síðan ágerðist sjúkdómurinn svo
mjög, að menn hugðu honum ekki líf. Hann rjetti að
vísu síðan nokkuð við, en var þá orðinn svo veiklaður
og farinn, að hann afrjeð að leggja niður völdin. Sumir
sagnfræðingar hafa aftur á móti haldið því fram, að hann