Skírnir - 01.01.1923, Page 178
168
Diocletianus keisari.
[Skírnir
hafi fastráðið það löngu áður. í keisaralögum hans hafi
verið svo fyrir mælt, að yfirkeisarar skyldu láta af stjórn,
þegar þeir hefðu setið 20 ár að völdum, og undirkeisarar
taka við af þeim. Hjer skal ekki lagður neinn dómur á,
hverir hafi meira til síns máls. En 1. maí 305 ljet
Diocletianu8 stefna saman stórmennum, herforingjum og
hermönnum á hæð einni fyrir utan Nikomediu og færði
sig þar undir súlu með Júpiters líkneskju úr keisaraskrúð-
anum og lagði niður völdin, en skipaði Galerius yfirkeisara
og systurson hans Maximinus Daza og Fiavius Valerius
Severus undirkeisara. Samtímis gerði Maximianus hið
sama í Milano af hlýðni við fornvin sinn og embættis-
bróður og skipaði Constantíus Chlorus yfirkeisara í sinn stað.
Jafnskjótt sem Diocletianus hafði lagt niður völdin
hjelt hann til átthaga sinna í Dalmatíu eftir mikið og af-
faradrjúgt æfistarf. í Spalato ljet hann reisa mikla höll,
sem að lögun svipaði til herbúðanna, þar sem hann hafði
alið mestallan aldur sinn. Þar lifði hann það sem eftir
var æfinnar og gróðursetti trje og ræktaði jurtir og blóm
sjer til afþreyingar. Af því virðist mega ráða, að hann
hafi ávalt í hjarta sínu verið hátt hafinn yfir hina austur-
lensku hirðsiði og margbrotnu siðareglur, sem hann tók
upp við hirð sína, og að hann í keisaradýrðinni i Niko-
mediu hafi oft þráð hið einfalda og óbreytta lif á æsku-
stöðvunum. Þegar hann nú þóttist hafa lokið ætlunar-
verki sínu dró hann sig í hlje, farinn að heilsu, saddur
metorða og genginn úr skugga um, að því hærra sem
markið er sett, því erfiðara veitir mönnum að komast
að því.
Diocletianu8 var hár maður og grannur, gæddur
ósveigjanlegum vilja og þrautseigju. Hann hafði eitthvert
töfravald yfir meðstjórnarmönnum sínum, sem höfðu þó
alist upp við sjálfræði og ofsa hermanna harðstjórnarinnar.
Aldrei er getið um misþokka og sundurþykkju milli þeirra;
möglunarlaust gengust þeir undir boðorð alvaldans. Þannig
datt Maximianusi, sem þó var mesta ofsamenni, ekki í
hug að færast undan að leggja niður keisaravöldin, þegar