Skírnir - 01.01.1923, Page 180
170
Diocletianus keisari.
[Skirnir
þessar fengu Diocletianusi mikillar ákyggju, eins og eðli-
legt var. Hann sá að keisaraskipun sú, er hann hafði
sett, var að fara forgörðum og viðbúið, að ríkið liðaðist
í sundur af óstjórn og innanlands óeirðum. Hann lifði
enn nokkur ár mikilsvirtur af samtímamönnum sínum, en
árið 313 rjeð hann sjer bana til þess að forðast svikráð
þeirra máganna, Konstantinusar og Liciniusar keisara.
Þannig lauk Diocletianus æfi sinni, 68 ára að aldri. Hefir
hann að margra dómi verið einhver hinn merkasti og
mesti keisari Rómverja, er sögur fara af. Heiðnir sam-
tíðarmenn tóku hann í guðatölu, þótt hann væri valda-
laus, eins og títt var að gera við framliðna keisara í
heiðnum sið, er þóttu þess maklegir.
Vísur
heiöarlegs og guöhrædds síra Einars sáluga Sigurðssonar
á Eydalastað um tölu barna sinna.
Syni á eg sjö til vonar,
set eg Odd fyrst í letri,
Sigurðr sæll mun verða,
sýslar trúlega Gísli,
Olafi hjúin öll hæla,
Höskuld tel eg geðröskvan,
Eirékur og Jón líkjast
ungir, af snjallri tungu.
Dætr á eg sjö í sveitum,
Setzelm [vil eg telja v),
Margrét mín skal heita,
meira hlýði eg Sigríði,
Anna er orðsnjöll kvinna,
allfróð Gunna móðir,
Berdís hornsóp lærir
hugarsvinn, verklag hinna.
‘) [tel eg geðröskva, hdr.