Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 182
172
Um faðerni Sverris konungs.
[Skírnir
síSur með ræðum en með orustum, og hann vegur með pennanum
eigi síður en með sverðinu. Hann sigraði hinn krýnda konung
Norðmanna á vígvellinum, og reyndist klerkdómi Noregs hinn
háskalegasti mótstöðumaður á ritvellinum. En það var ekki nóg-
að bera ægishjálm yfir samtíðarmönnum sínum, hann hugsaði eigi
síður um framtíðina. Hinn vitri og langsýni mannþekkjari vildi
ekki eiga dóminn um sig dauðan undir tungurótum annara manna.
Þess er getið í Skáldatali í Snorra-Eddu, að 13 skáld hafi orkt um
Sverri. En ekki hefir hann látið taka einn vísustúf úr kvæöum
þeirra upp í sögu sína, enda eru þau nú öll glötuð, nema ef
til vill einn ómerkilegur vísuhelmingur. Sverri hefir vafalaust get-
ist lítt að skvaldri hirðskáldanna. Hann hefir haft þá virðing á,
að minning sinni væri ekki að borgnara, þó að mærð þeirra og mál-
skrúði væri fijettað inn í söguna. En hann tekur hiua ungu ís-
lensku sagnaritun í þjónustu sfna, og á þann hátt tókst honum að
ganga svo frá minningu sinni, að hann varð óvinum sínum aldrei
skæðari en eftir dauðann. Þegar allir samtíðarmenn hans voru
komnir undir græna torfu og steinþagnaðir fyrir löngu, þá mæltist
hann einn við meðal eftkomandanna. Napoleon mikli stæði líkt
að v/gi gagnvart dómi sögunnar, ef vjer vissum ekkert eða lítið-
um hann annað en það, sem hann ijet sína menn rita á St-
Helenu.
Þegar Sverrir hóf baráttu sína var honum það vitanlega fyr-
ir öllu, að menn fengjust til þess að trúa því, sem hann sagði um
ætt sína og uppruna. Birkibeinar mega eiga það, að að þeir voru
ekki heimtufrekir við hann í því efni. Fyrst neyddu þeir hann
til þess að taka við foruBtu flokksins, og síðan gáfu þeir honum
konungs nafn, þó að hann sjáifur teldist undan þvf, með því að
betur sæmdi, »að hans mál væri birt áður með sannindum«. En
þelr vildu ekki heyra það, þeir hirtu ekki um neinar sannanir.
Þá skorti aila hluti, en þó einkauiega konungsefni. Og nú höfðu
þeir fundið mann, sem sagðist vera sonur Sigurðar munns, og það
var þeim nóg. Sverrir virðist aldrei hafa birt þeim önnur »sann-
indi« um ætterni sitt, en drauma síua, en á þeim var hann líka
óspar. Við Birkibeina var honum því ekki vandgert, en hitt skift-
ir meiru máli, hver gögn hann hefir fram að færa, þegar hann
reynir að sannfæra aðra menn, bæði alda og öborna, um að hann
sje rjett borinn til ríkis í Noregi. I upphafi sögu sinnar gerir