Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 183
'Skírnir]
Um faðerni Sverris konungs.
173
hann þessa tilraun. Og skal 8Ú frásögn nú rakin, og síðan athug-
að, hve sannfærandi hún er.
Sverri segist svo frá, að ofarlega á dögum þeirra bræðra, sona
•Haralds gilla, Sigurðar, Inga og Eysteins, hafi Unas (eða Unás)
nokkur kambari ( = kambasmiður), bróðir Hróa biskups í Færeyjum,
fengið norrænnar konu, er Gunnhildur bjet. »Hún gat skjótlega
8on, er Sverrir hjet, og sagði hann vera son Unas«. »Fyrir þess-
um sveini birtust stórir og merkilegir draumar«, og er sagt frá
einum þeirra, sem móður hans á að hafa dreymt, áður en hún
varð ljettari. Þegar Sverrir var 5 vetra gamall var hann sendur
út til Færeyja til Hróa biskups, sem BÍðan ióstraði hann. Biskup
setti hann til bókar og loks var hann vígður til prests. »Enn er
hann var roskinn maður, samdi hann sig lítt við kennimannsskap
og var hetdur óeirinn«. Ekki er getið anuara tíðinda frá upp-
vaxtarárum Sverris, en deilu einnar, er haun átti við Brynjúlf,
son Kálfs sendimanns, er þá hafði konungs sýslu þar í eyjunum.
Var hann þá hætt kominn, og Iá við sjálft, að hann misti lífið.
Síðan segir frá því, að Sverri tók að dreyma drauma stóra, og
var einn sá, að »hann þóttist vera í Noregi og verða að fugli svo
miklum, að nef hans tók austur til landsenda, en velifjaðrar alt
norður í Finnabú, en með vængjum huldi hann alt land«. Hann
hafði fjóra um tvítugt, þegar hann varð viss hins sanna um faðeini
sitt. Gunnhildur móðir hans hafði farið pílagrímsferð til Kóma-
horgar, og þar hafði hún skriftað fyrir presti einum, að hún hefði
sagt rangt til um faðerni elsta sonar síns. Hann væri sonur Noregs
konungs. »En er þetta mál var borið fyrir páfann, þá var henni
það boðið í skrift, að hún skyldi segja syni sínum rjettligt faðerni
sitt, þegar hún fyndi hann«. Því boði hlýddi hún, þvl að þegar
'hún kom »heim« (o: til Noregs) fór hún út til Færeyja og sagði
syni sfnum allan sannleikann. Tók þá Sverrir miklar áhyggjur, og
ráðgaðist um við Hróa biskup, hvað gera skyldi, en hann rjeð
honum til þess, »að sækja á erkibiskups fund og tjá fyrir honum
sinn vanda«.
Hjer eru nú öll sönnunargögn Sverris. í sögu hans segir að
vísu þar að auki frá mörgum draumum, sem hann dreymdi og
allir eru málstað hans til styrkiugar. Þeir draumar voru auðvitað
Birkibeinum feginsfengur, og í þeirra augum hafa þeir vafalaust
haft fult gildi sem söguleg sönnunargögn. En væntanlega þarf
ekki að eyða orðum að þv/, að í rannsókn þessa máls eru þelr
elnskis virði.