Skírnir - 01.01.1923, Síða 184
174
Um faðerni Sverris konangs.
[Skfrnir
Áður en lengra er farið, er rjett aS athuga, hvernig ýmsir
merkir rithöfundar og sagnfræðingar hafa litið á þetta mál.
Þrír hinir mestu sagnaritarar Norðmanna, Keyser, Munch og
Sars hneigjast allir helst að þeirri skoðun, að meivi líkindi sjeu
til, að Sverrir hafi sagt satt en ósatt um faðerni sitt. — í Noregs
sögu sinni þræðir Keyser Sverris sögu nokkurn veginn athuga-
semdalaust. En þó játar hann að lokum, að alt sje óvíst um ætt-
erni Sverris, — »samtíðarmenn hans gátu tæpast vitað neitt með
vissu um það, hvað þá heldur nútíðarmenn«. (Norges Hist. II.,
166.). — P. A. Munch ritar rækilega um málið í sögu sinni, og
er dómur hans sá, að það sje »vissulega fleira, sem bendi í þá átt,
að Sverrir hafi haft rjett að mæla, en að hann hafi verið svikari«
(Det norske Folks Hist., 4. b., 58.). En þess ber að gæta, að
hinn mikli sagnarltari studdi þessa skoðun sína að nokkru leyti
við heimild, sem seinna hefir reynst gersamlega marklaus. Prestur-
inn J. H. Schröter hafði þá nýlðga birt á prenti nokkrar þjóð-
sagnir um Sverri, sem hann fuliyrti að gengju enn þá í munn
mælum á Færeyjum. Munch taldi þessar þjóðsagnir hafa mikið
sögulegt gildi, en löngu seinna sannaði G. Storm, að prestur, sem
var allvel lærður maður, hefði skáldað inn í sagnirnar og lagfært
þær í hendi sjer, beinlínis í þeim tilgangi að gera frásögn Sverris
sögu sennilegri (N. Hist. Tidskr. 1884, 254). — Sars tortrygglr
frásögn Sverris miklu meir en þeir Keyser og Munch. En hann
telur það »sálarfræðislega gátu«, hvernig Sverrir hafi getað þolað
allar mannraunir og aldrei mist kjarkinn, heldur jafnan staðið fast
á rjetti sínum og skotið máli sínu undir guðs dóm, e f hann hefði
vitað það með sjálfum sjer að hann værl svikari. »Þrátt fyrir alt,
er það ef til vill Bennilegast, að haun hafi verið sonur Sigurðar
munns, eða hafi að minsta kosti trúað því, að hann væri það«.
(Udsigt over den norske Hist. II., 125).
Margir aðrir norskir fræðimenn hafa fjallað um þetta mál.
G. Storm og Fr. Paasche halda því eindregið fram, að Sverrir hafi
verið sá sem hann sagðist vera. Verður minst á röksemdir þeirra
síðar í þessari rltgerð. Alex. Bugge virðist vera á báðum áttum,
en þó heldur vantrúaður á málstað Sverris. Hinn eini Norðmaður,
sem algerlega vefengir frásögn Sverris, er L. Daae. Árið 1905
birti hann ágæta ritgerð í (Norsk) Historisk Tldskrift um faðerni
Sverris. Rakti hann þar sundur frásögn sögunnar og sýndi fram
á með ljÓBum rökum, að hún er ekki eingöngu ósannanleg, heldur
einnig mjög ósennileg. Höf. telur bæði fullyrðingar sögunnar tor--