Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 186
176 Um faðerni Sverris konnngs. [Skírnir
runa Sverris sje ærið ískyggileg og víða mjög ótrúleg. Þó virðist
Fr. Paasche vera nokkutu veginn ánægður með hana.
Nú skulu einstök atriði frásagnarinnar tekin til rannsóknar
og íhuguð nánar.
Gunnhildur á að hafa jpagað í 24 ár um hið rjetta faðerni
sonar síns, og þá fyrst sagt honum sannleikann, er Bjálfur páfinn
hafði skorist í leikinn og skipað henni það. Furðu ólík virðist
hún hafa verið flestum barnsmæðrum Noregs konunga, því að ekki
voru þær vanar að setja ijós sitt undir mæliker. En satt er það,
að maður ætti ekki bágt með að trúa því utn móður Sverris, að
hún hafi verið Bjaldgæf kona. Er það hinn mesti skaði að menn
vita sama sem ekkert um hana, því að eftir að hún hefir gert
skyldu sína, gengið til skrifta í Rómaborg og síðan birt Sverrl,
hvers sonur hann væri, þá hverfur hún orðalauBt úr sögunni.
Hvers vegna? Ef hún hefir dáið skömmu síðar, hefði sagan átt að
geta þess, því að þá væri öllum skiljanlegt, hvers vegna Sverrir
ljet hana aldrei vitna opinberlega um faðerni sltt, nje heldur nein-
ar skýrslur fram fara sínu máli til sönnunar. Hefði það þó verið
honum hinn mesti styrkur og vafalaust rutt mörgum steinum úr
hans gryttu braut. En sagan getur Gunnhildar ekki með einu
orði eftir þetta, og er það all athugavert atriði. í þessu sambandi
má geta þess, að þegar Haraldur gilli kom til Noregs hafði hann
móður sína með sjer, og báru þau bæði »sitt erindi fram fyrir
konungi«. En Sverrir hafði ekki einu sinni fyrir því, að leiða
nokkurn tíma eitt einasta vitni að framburði móður sinnar, og
er lítt skiljanlegt, hvernig á því stendur, e f hann hefir haft satt
mál a'o verja.
Þá seg'.’r sagan, að Sverrir hafi fæðst »skjótlega« eftir að
Gunnhildur hafði gifst Unas kambara. Nú er eitt af tvennu, eins
og L. Daae hefir bent á í ritgerð þeirri, sem fyr var getið. Annað-
hvort hefir Unas ekki vitað betur en hann væri faðir að sveinin-
um, og hafa þá kynni þeirra Gunuhildar verið svo náin fyrir hjú-
skapinn, að faðernið verður talsvert óvíst þó að sannanlegt væri,
að Sigurður munnur hefði verið í þingum við hana líka. Eða
hann hefir komist að því, að hún var þunguð af völdum annars
manns, og þá vitaulega krafið hana sagna og síðan fyrirgefið henni.
En merkilega þagmælskur maður hefir hann þá verið, hafi hann ekki
vikið einu orði að þessu leyndarmáli við bróður sinn, biskupinn í
Færeyjum, sem þó var fósturfaðir Sverris. En sagan segir, að Hrói