Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 188
178
IJm faðerni Sverris konnngs.
[Skirnir
um, hvorki páfanum nje öðrum. Til þess hafði hann ekki leyfi,
nema skriftabarnið bæði hann þess, og hefir þá Gunnhildur verið
ærið stórhuga, ef hún hefir ætlað sjer frá upphafi að koma sjálfum
páfanum í málið. Auðvitað mætti geta þess tii, að klerkurinn
hafi bent henni á, að sú aðferð væri reynandi. En hvernig sem
á er litið, er sagan mjög ótrúleg. Og hún verður ekki trúlegri,
þegar þess er gætt, að skömmu áður (1164) höfðu orðið miklar
breytingar á stjórnarfari Notegs, þegar Magnús Erlingsson var
krýndur. Var þá meðal annars gerð ný skipun um ríkiserfðir, en
vald kirkjunnar um leið aukið stórkostlega og henni í rauninnl
fengið forræði yfir öllum málefnum ríkisins. Það er nú ekki trú-
legt, að páfinn í Róm hafi viljað vekja upp mann til þess að stofna
þessu nýja fyrirkomulagl í hættu. Þá sat Alexandir III. á páfa-
stóli, einn hinn atkvæðamesti páfi á miðöldum. L. Daae hefir
bent á, að einmitt hann hljóti að hafa haft talsverð kynni af mál-
efnum Noregs og norsku kirkjunnar, því að formaður hans í em-
bættinu (Hadrian IV.) hafði sjálfur verið í Noregi til þess að
koma skipulagl á kirkjuleg málefni landsins (1152), og sjálfur hafði
Alexander vígt eða látið vígja Eystein Erlendsson til erkibiskups,
en hann var hinn öflugasti stuðningsmaður Magnúss Erlingssonar
og seinna hinn skæðasti óvinur Sverris. Fr. Paasche hefir nú að
vísu sýnt fram á, að Daae hafi yfirsjest í þessu. Það muni ekki
hafa verið Alexander sem fjallaði um mál Gunnhildar, heldur páfi sá,
(Calixtus III.), sem Friðrik Barbarossa hafði' sett til höfuðs honum og þá
rjeð lögum og lofum í Rómaborg, er Gunnhildur á að hafa verið þar
(h. u. b. 1175). Þessi athugasemd er rjettmæt, en ekki sú álykt-
un, sem Paasche dregur af henni. Það er í fyrsta lagi alveg jafn
ótrúlegt að málið hafi nokkurn tíma verið borið fyrir páfann, hvort sem
hann hefir heitið Alexander eðaCalixtus. En þóað svoóvenjulegriaðferð
hefði verið beitt við þetta tækifæri, af einhverjum óskiljanlegum
ástæðum, þá er þó harðla ólíklegt, að nokkur páfi hefði kveðið
upp slíkan úrskurð, sem sagan greinir frá. Að vísu var Calixtus
skjólstæðingur keisarans og studdi hann af veikum mætti í deilum
hans við Alexander III. og bæina á Langbarðalandi. En hvað gat
honum gengið til að vilja spilla þeim glæsilega sigri, sem kirkjan
í Noregi hafði þá nýlega unnið? Sá sigur hefir hlotið að vekja
eftirtekt kirkjuhöfðingjanna í Rómaborg, því að á þessum miklu
baráttutímum kirkjunnar hafði kúrían auðvitað vakandi auga á sókn
og vörn klerkdómsins í öllum krÍBtnum löndum. Annaðhvort verður
þá að gera ráð fyrir þv/, að Calixtus hafi kveðið upp þennan úr-