Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 190
180
Um faðerni Sverris konungs.
LSkírnir
varð biskup, og tekiö Sverri að sjer á þeim árum. Slík ónákvæmni
í frásögn er vel skiljanleg. Hitt er athugaverðara, að Sverrir segir,
að Hrói biskup hafi gefið sjer það ráð, að leita til Eysteins erki-
biskups með sitt mál. Hrói hefir þó hlotið að hafa nokkur kynni
af erkibiskupi, sem var vígslufaðir hans, og ekki geta þeir við-
burðir, sem gerðust 1 Noregi 1164, hafa farið fram hjá biskupinum í
Færeyjum. Hrói hefir því verið meira en í meöallagi heimskur
maður, ef hann hefir talið erkibiskup líklegan til að víkjast vel
undir mál SverrÍB, enda leitst Sverri ekki ráölegt að leita haus, þeg-
ar til Noregs kom. Annars fer um Hróa eins og Gunnhildi, hann
hverfur með öllu úr sögunni eftir þetta, og vita menu ekkert um
hann síðan.
Enn má minna á það, að sagan segir, að Sverrir hafi verið
vígður til prests úti í Færeyjum. En til þess hafði hann ekki
lögaldur, ef rjett er greint frá aldri hans í sögunni. Ef til vill
hefir hann þá fengið undanþágu frá hinum almennu reglum kirkj-
unnar, þó að sagan geti þess ekki. En heldur er þetta til stuðn-
ings þeirri skoðun Guðbrands Vigfússonar, að Sverrir hafi verið
eldri maður en hann sagðist vera. — Loks má geta þess, að íslensk-
ir annálar segja, að Sverrir hafi verið í Orkneyjum 1168. Er þetta
hin eina upplýsing um æviferil Sverris, sem finst í íslenskum bók-
mentum annarsstaðar en í Sverris sögu. Þessi annálsgrein gefur
vísbending um, að hjer úti á íslandi hafi menn þó vitað eitthvað
meira um æsku Sverris, heldur en sagan hirðir um að greina frá.
Hún steinþegir um þessa Orkneyjaferð, eins og um öll önnur tíð-
indi frá æskudögum Sverris.
Nú hefir öll þessi frásögn Sverris verið brotin til mergjar.
1 öllum þeim mörgu og háskalegu mannraunum, sem hann rataði
/, varð honum aldrei ráða fátt eða vitsmuna. Honum bregst í
rauninni í fyrsta og sfðasta sinn bogalistin við þetta tækifæri, þeg-
ar hann ætlar að í>birta sitt mál með saunindum<£. Það hefði mátt
búast við því, að hann, sem venjulega hafði auga á hverjum fingri,
hefði búið svo vel um þá hnúta, að öil frásögnin raknaöi ekki upp
óðar eu við henni er hreyft. En það er ekki ofhermt, að auðveld-
ara væri að trúa þvf, að Sverrir væri sonur Sigurðar konungs
munns, ef maöur vissi ekki, að fyrri hluti sögu hans var ritaður
að sjálfs hans fyrirsögn. Úr því að slíkur maður hafði engin
betrl gögn fram að færa, þá dragast grunir á, að málstaðurinn hafi
ekki verið sem bestur.