Skírnir - 01.01.1923, Page 191
Sklrnir]
Um faðerni Sverris konnngs.
181
Öllum hefir komið saman um, að Sverrir hafi aldrei s a n n a 5
neitt um faðerni sitt. En missmíðin á málsflutningi sögunnar hafa
þó vaxið mönnum misjafnlega í augum. Ýmsir Norðmenn hafa
reynt að styðja málstað Sverris eftir mætti, svo sem áður
hefir verið á vikið. En einkum hafa þó þeir G. Storm og Fr.
Paasche gert sjer far um að leiða rök að því, að Sverrir hafi ekki
farið með fals og ósannindi.
G. Storm fjekkst mikið við Sverris sögu og skýrði mörg atriði,
er hana snerta, betur en áður hafði verið gert. í ritgerð, sem
hann birti skömmu fyrir dauða sinn (í [NorskJ Hist. Tidskr. 1904),
reyndi hann að færa sönnur á, að Sverrir hefði sagt satt um fað-
erni sitt. En honum var full-ljóst, að Sverris saga var ófullnægj-
andi heimild um það mál, og því leitaði hann fyrir sjer f útlend-
um bókmentum frá dögum Sverris, hvort þar fyndist ekkert, sem
að gagni mætti koma í rannsókn málsins.
Þeir útlendir rithöfundar, sem eru samtímamenn Sverris og
rainnast hans, eru örfáir. Langmerkastur þeirra ailra er
Saxo Grammatikus, hinn nafnfrægi danski sagnaritari, og
enda næst kominn frjett. — Hann minnist á Sverri f 14. bók
hinnar miklu Danmerkur sögu sinnar, og farast honum orð á
þessa leið:
»Nálega um sömu mundir hafði Sverrir nokkur (Sverus), sonur
smiðs eins, látið af prestsembætti því, sem hann hafði farið með um hríð
f Færeyjum, og leitað til Noregs. Þar gerðist hann hermaður úr
klerki, og hafði dæmi Eysteins (Osteni) nokkurs (o: EysteinB meyiu),
eem Erlingur hafði felt, teygt hann til þess. Rakst hann af hend-
'ngu á liðsflokk hans, sem var á flótta um eyðimörk, bauðst að
gerast foringi þeirra, og hóf síðan ófriðinn að nyju gegn sigurveg-
urunum. Og til þess að eigi liti svo út, sem hann hefði ekki burði
slíks, þá laug hann til ættar sinnar og kvað Harald hinn frska
vera afa sinn, en Sigurð föður. Og nafn hans gaf hann syni sín-
lur, sem hann áður hafði nefnt Unas, eftir föður sínum. Og til
þess að eyða allri minningu um sín fyrri ævikjör, og til þess að
fú menn til að trúa því, að hann hjeldi uppi sæmd þeirrar ættar,
sern hanti ijetst vera kominn af, með nafni langafa síns, þá
úirfðist hann að skreyta sig með nýju nafni og ljet kalla sig
Magnús til marks um ætt sína. Þessi ósvffna lýgi, sem studdist
v‘ð ofsa afvegaleiddra hermanna og samþykki hins auðtrúa lýðs,
^efir snúist til hins hræðilegasta tjóns og einstökustu glötunar
fyrir allan Noreg. Um þennan sama mann er sagt, að þegar hann