Skírnir - 01.01.1923, Síða 192
182
Um faðerni Sverris konungs.
[Skirnir
hafði leitað til Birgis, jarls í Svíþjóð, þá hafi hann gefið presti
einum, sem hann hafði gist hjá, stólu, sem er sjerstakur embættis-
búningur djákna, og helgisiðabók«.
Frásögn Saxa kemur vel heim við Sverris sögu, að öllu leyti
nema þessu, að hann segir að Sverrir hafi logið til um faðerni sitt.
Að vísu minnist sagan ekki á prestinn á Gautlandl nje að Sigurð-
ur lávarður, sonur Sverris, hafi upphaflega beltið Unas, en engin
ástæða virðist til að reugja sögu Saxa um þau atriði. Sigurður
lávarður hefir að líkindum verið fæddur fyr en Sverrir varð »viss
hins sanna um faðerni sittif, og er því ekki tiltökumál, þótt hann
hafi upphaflega heitið Unas. Það er og rjett, að Sverrir tók sjer
nafnið Magnús, þótt lítt festist það við hann. Hafa sumir litið
svo á, sem það ætti að vera viðurnefni, en Saxi hermir það sjálf-
sagt rjett, að Sverrir hefir ætlað sjer að taka upp nafn Magnúss
konungs berfætta. Það verður því ekki borið á Saxa, að hann vlti
ekki sæmilega delli á Sverri. En þó verða G. Storm engin vand-
ræði úr því að ónýta vitnisburð hans í þessu máli. Hann full-
yrðir blátt áfram, að ummæli Saxa um faðerni Sverris sjeu aug-
sýnilega runnin undan rifjum hinna stækustu fjandmanna hans,
biskupauna norsku, — að þau sjeu ekkert annað en »bergmál« af
þeim ákærum, sem þeir báru á hann. Nú er það að vísu satt, að
þegar norsku biskuparnir flýðu land fyrir Sverri, leituðu þeir á
náðir Absalons erkibiskups, vlnar og verndara Saxa. Storm leitast
við að sanna, að Saxi hafi rltað þennan kafla um Sverri einhvern
tíma á þeim árum, sem norsku biskuparnir dvöldust með Absalon.
Þetta kann að vera rjett, og því skal alls ekki neitað, að Saxi,
sem sjálfur var kirkj\innar maður, hafi haft meiri tilhneigingu til
þess að trúa orðum biskupanna, einnig í þessu atriði, en fram-
burði Sverris. En hitt er fjarri sanni, að telja dóm hans um Sverri
ekkert annað en »bergmál« af ákærum kirkjuböfðingjanna norsku.
Samgöngurnar milli Noregs og Danmerkur voru svo greiðar og
örar, að Saxi hlýtur að hafa haft frjettir af þeim stórvið-
burðum, sem þá gerðust í Noregi, af vörum margra annara manna
en biskupanna. Og ef nokkur þau gögn eða rök hefðu fyrir hann
komið, sem bentu í þá átt, að Sverrir hefði satt að mæla um fað-
erni sitt, þá hefði hann áreiðanlega ritað með meiri varúð um
Sverri en hann gerði. Svo merkur og vandaður sagnaritari var
hann. Það er því varhugavert að ætla sjer að gera ummæli hans
að ónýtisorðum. Þau sýna að minsta koati, að hann hefir eugan