Skírnir - 01.01.1923, Síða 193
Skirnir]
Um faðerni Sverris konnngs.
183
efa haft um það, að Sverrir væri allur anuar maður en sá, sem
hann sagðist vera.
Eftir að Storm hefir á þennan hátt gert vitnisburð Saxa að
engu, leiðir hann fram aðalvitni sitt og Sverris, en það er enginn
annar en — Eysteinn erkibiskup Erlendsson! Einna síst hefði
maður þó búist við því, að sá maður yrði til þess að sanna fram-
burð Sverris í þessu efni, meira en 700 árum eftir dauða þeirra
^eggja.
Þennan merkilega vitnisburð Eysteins erkibiskups uppgötvaði
Storm í ensku sagnariti, sem samið var á dögum Sverris. Ritið
heitir »Gesta Henrici II.< (saga Hinriks II.), og er eftir óþektan
höfund. Inn í það hefir verið tekinn kafli, sem fjallar um sögu
Noregs á árunum 1130—80, eða uin hinn mikla innanlands ófrið,
sem allan þann tíma geysaði þar i landi. Því miður er ekki rúm
til að taka þann kafia upp í þessa ritgerð, en Storm fullyrðir að
hann sje eftir Eystein erkibiskup eða stafl á einhvern hátt frá
honum. Þar er gefið gagnort og að mestu leyti áreiðanlegt yfir-
lit yfir viðburðina í þessum langa ófriði. Um Sverri seglr þar ber-
um orðum, að hann sje souur Sigurðar munns. Flokkur Birki-
beina er talinn að hafa verið talsvert fjöimennari, er Sverrir tók
við honum, heldur en sagan greinir (1100 menn í staðinn fyrir 70).
&á er þess getið, að Sverrir hafi felt Eriing jarl og marga aðra
göfuga menn, en Magnús konugur hafi orðið að flýja úr Niðarósl.
Arið eftir hafi Magnús átt orustu við Sverri, en beðið ósigur
»fyrir guðs leyndardómsfulla ráð«. Sverrir hafi elc hann alt til
Björgvinjar, Magnús orðið að hrökkva úr bænum, og Sverrir þá
setst þar að. »Og þetta sama ár, nefnilega 1180, hvarf Eysteinn
■erkibiskup í Niðarósi, sem engan veginn vildi veita Sverri presti
neina þjónustu, frá stóli sinum, og kom til Englands og lysti
banni yfir Sverri presti«.
Þessi frásögn er öll rituð ofsalaust, og má ekki heita að veru-
lega sje hallað á Sverri. Þó finst það á, að höf. fyllir ekki
hans flokk.
Er nú líklegt, að svo stórráður og stórlyndur kirkjuhöfðiugi
sem Eysteinn hefði gætt svo hófs í frásögn sinni um Sverri 1 Oss
er kunnugt bæði af Sverris sögu og af brjefum Innocentius III.,
hvernig kirkjunnar menn í Noregi litu á Sverri. Hatur þeirra á
honum var ólmt og óslökkvandi, hanu var í þeirra augum litlu
betri en djöfullinn sjálfur. En enginn þeirra átti þó um sárara
binda, en Eysteinn erkibiskup. Arið 1164 hafði hann hafið