Skírnir - 01.01.1923, Page 194
184
Um faðerni Sverris konnngs.
[Skírnir
kirkjuvaldið hátt yfir konungsvaldið í Noregi, og þar með unnið
meira kirkjulegt stórvirki, en nokkur annar norrænn kirkjuhöfð-
ingi fyr eða síðar. Og nú varð hann að horfa upp á, að prestur
einn utan úr Færeyjum, sem gertst hafðl foringi illræmds óaldar-
flokks, var í þann veginn að kollvarpa öllu saman. Það vill líka
svo vel til, að ekki þarf eð ganga í grafgötur um það, hvern hug
Eysteinn bar til Sverris, því að Sverrir hefir lýst því sjálfur með
ógleymanlegum orðum. I hinui nafnkunnu ræðú, eem hann hjelt
yfir grefti Erlings jarls, komst hann m. a. svo að orði:
»Enn það er, sem mörgum má kunnigt vera, að Eysteinn
erkibiskup og margir lærðir menn hafa sagt, að þeir allir, er berð-
ist með Magnúsi konungi og verði land og ljetist með því, þá
sögðu þeir, að sálur þeirra manna allra væri fyr í Paradiso en
blóðið væri kalt á jörðu. Nú megum vjer fagna hjer svo margra
manna heilagleik, sem hjer munu nú helgir hafa orðið, ef svo er
sera erkibiskup hefir sagt.......... Mun mönnum það nú vera
mikil hjálp við guð, þeirra árnaðarorð, ef eigi væri það, að erki-
biskup hefði verið heldur vinhallur í málinu því, er hann sagði
þetta«. — Svo harðvítugar viðtökur veitti erkibiskup Sverri, er
hann leitaði til ríkis, en þegar þessi sami maður hefir orðið að flýja
land sitt og erkibiskupsstól fyrir honum, og er kominn á náðir
erlends þjóðhöfðingja, þá á hann að hafa viðurkent af sjálfsdáðum,.
að Sverrir væri konungsson, og þar á ofan ritað um hann með
slíkri hógværð og stillingu, að hann mælir tæpast eitt öfugt orð í
haus garð Samt sem áður bannfærði hann Sverri í sömu andránni
eða að minsta kosti á sama árinu! Það er sannast að segja, að
svo margt mælir á móti því, að Eysteinn erkibiskup g e t i verið
höfundur að þessari ritsmíð, að efasemdirnar um þessa fullyrðin
Storms verða að eins drepnar með órækum sönnunum.
Og hverjar eru þá sannauir Storms? Hjer skulu tilfærð hans
eigin orð: »1 dette Værk (o: Gesta Henrici II.) findes pludselig
ved Aar 1180 og, som man ser, skrevet i dette Aar en Oversigt
over Tronstridighederne i Norge (1130—80) sem ender med, at
Erkebiskop Öistein flygtede fra Bergen til England, o g a I t s a a
paa en eller anden Maade stammer fra ham.ý)
Storm fullyrðir enufremur, að þessi umræddi kafli sje brjef eða
útdráttur úr brjefi, þar sem Eysteinn gefi Englaridskonungi skýrslu
um ástandið i Noregi, sjálfsagt í þeim tilgangi að fá hann til lið
- Á. P.
!) Leturbreytingin gjörð af mjer.