Skírnir - 01.01.1923, Side 196
•186
Um faðerni Sverris konungs.
[Skírnir
Þess raá geta, að Storra vitnar í einn annan sagnaritara,
— Roger af Hoveden, — sem kallar Sverri son Sigurðar munns. En
þar sem það er víst, eins og Storm líka játar, að sá böfundur hefir
mestan sinn fróðleik um Sverri einmitt : úr »Gesta Hernici II.«, þá
hefir vitnisburður hans enga sjerstaka þýðingu.
Þessar línur hafa verið ritaðar til þess að sýna fram á, að aldrel
hafa komið fram neinar gildar heimildir fyrir því, að Sverrir væri
sonur Sigurðar konungs munns. Honum hefði þó átt að vera
innan handar að leggja fram elnhverjar slíkar heimildir, ef þær á
annað borð hefðu verið til. En sjálfsagt er þó að taka það fram,
að samkvæmt hlutarins eðli verður aldrei neitt sannað til fulls
um ætterni Sverris. Þrátt fyrir alt er þó h u g s a n 1 e g t, að hann
hafi sagt satt, þó að hirðuleysi hans um að sanna sitt mál vetði þa
iítt skiijanlegt. Og liklegt er það, að altaf verði einhverjir til þess að
trúa sögusögn hans um faðerni sitt á meðan Sverris saga verður lesin.
Fr. Paasche kemst svo að orði, að hver sem taki sögu Sverris
sjer í hönd, komist um ieið á vald hans. Þau orð eru sönn. Hæfi-
leikar mannsins voru svo fjölbreyttir og fátíðir, að ef til vill á hann
engan sinn jafuoka í sögu Norðurlanda. Hann er jafnvígur á öll-
um sviðum. Hann var alt i senn: fiokksforingi, hershöfðingi, lands-
stjóri, löggjafi, málsnillingur og fræðimaður. Hver sem ætt hans
hefir verið, var hann »til mikilla hluta borinn«, — til mannafor-
ráðs og stórræða. Hann hafði þann hæfileika, sem einstakastur er
og aldrei verður með orðum skýrður, að hann gat látið aðra menn
veita sjer fúsa og fullkomna þjónustu, án mögls og mótmæla. »Það
hefir os8 aldrei brugðist, er þú hefur oss sigrinum heitið« hrópuðu
Birkibeinar einu sinni, er hann eggjaði þá fram til oruscu. Og þó
að óvinir hans hræddust hann og hötuðu hann, þá gátu þeir ekki
að því gert, að þeir dáðust að honum um leið. »Sá djöfuls
prestur« hafði konunglega yfirburði fram yfir alia þá, sem áður
höfðu setst í sæti Haralds hárfagra.
Fr. Paasche, sem dáist svo mjög að Sverrí, að það vantar fátt
á, að hann telji hann heilagan, á bágt með að trúa því, að slíkur
maður hafi bygt alt tilkall sitt til ríkis á falsi og ósannindum: I 25
ár berst hann fyrir rjetti sínum með óbifanlegri sannfæringu
og óþreytandi kappi. Enginn varð nokkurn tíma var við hik eða
efasemdir hjá honum, aidrei gefur hann eitt augnablik höggstað á
sjer. Oft skýtur hann máli sínu til guðs, þegar hættan er sem mest,
og að síðustu lætur hann hefja sig deyjandi upp í hásætið og bið-