Skírnir - 01.01.1923, Side 198
188
Um faðerni Sverris konungs.
[Skírnir
Birkibeinar vildu ekki þola það og hlupu til stofu, þar sem Baglar
sátu inni, og drápu þá. Þeir sem höfðu gefið þeim griö, kærðu
þetta fyrir konungi, en hann sagðíst sjá þar gott ráð til, — þeir
skyldu rannsaka, hvort þessir menn, sem drepið hefðu frændur
þeirra, hefðu ekki sjálfir gefið sínum frændum grið »og bað þá
þar á hefna. Eftir það gengu sveitirnar um bæinn og refstu þá
hvorir annara frændum þar til allir voru drepnir«. Það er satt,
að þetta grimdarverk er einsdæmi í sögu Sverris, enda höfðu Bagl-
ar þreytt hann og mætt meir en nokkur annar óvinaflokkur. En
ekki tjáir að neita því, að sá maður er ekki alveg sannheilagur,
sem til slfkra verka getur stofnað. — —
Staðfesna Sverris í því að hamra fram sitt mál á að dómi
Paasche’s og sumra annara að vera ólyginn vottur þess, að mál-
efnið hafi verið gott. Það er nú svo! Um fátt talar hann af
meiri alvöru í ræðum sínum, en að hann hafi stofnað sjer í mæðu
og mannraunir vegna þess eins, að hann hafi sjeð aumur á lands-
tolkinu í Noregi, sem varð að þjóna þeim feðgum, Erlingi og
Magnúsi. Þó játar Sverrir sjálfur, að þegar hann kom í Noreg,
hafi allur landslýður verið hallur undir þá fegða, bæði höfðingjar
og alþýða. Fólkið var fegið friðnum, og virðist hafa verið ánægt
með hin nýju lög um ríkiserfðir og haft þá von, að þau mundu
girða fyrir þann ófrið og óöld, sem geysað hafði i Noregl frá dauða
Sigurðar Jórsalafara. Sverrir gekk þess og ekki dulinn, að hann
varð að frelsa landslýðlnn nauðugau. Er nú trúlegt, að slíkur vits-
munamaður sem Sverrir hafi haft þá hjátrú, að hinar fornu ríkis-
erfðir væru helgur dómur, sem ekki mætti hreyfa við? Samkvæmt
þeim höfðu allir konungasynir, hvort sem þeir voru skilgetnir eða
frillubornir, jafnan rjett til konungdóms, og þaðan stafaði öll sú
óhamingja, sem yfir Noreg hafði dunið næstu áratugina áður en
Magnúa Erlingsson var kórónaður. Paasche svarar : Á miðöldunum
var það trú manna, að öllum landslýð væri stofnað í voða, bæði
þessa heims og annars, ef hann þjónaði þeim konungi, er ekki væri
rjettborinn til ríkis. En taldist þá einnig sá konungur, sem kirkj-
an hafði kórónað, valdræningi? Krýningin var sakramenti! Og þar
að auki var Sverrir óháðari kreddum samtímamanna sinna en dæmi
eru til um nokkurn annan mann á Norðurlöndum. Enginn var
vaxinn svo hátt upp úr miðöldunum sem hann. Það er því býsna
örðugt að trúa því, að kenning hans um helgi hinna fornu ríkis-
erfða hafi verið neitt annað en handhægt vopn, sem hann notaði
móti betri vitund er hann ruddi sjer til landa.