Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 199
Skírnir]
Um faðerni Sverris konnngs.
189
Paasche játar, að e f t i 1 v i 11 hafi Sverrir falsaS páfabrjef,
enda eru talsverS líkindi, til aS svo hafi veriS. En út í þá sálma
verður ekki fariS frekar hjer. ÞaS eitt er víst, að maSurinn var
svo blandinn, aS þaS mun verSa seinunnið verk að sanna faSerni
hans meS »sálarfræSislegum« rökum, þvert ofan í allar líkur. — —
Sverri tókst aldrei aS sannfæra mótstöSumenn sína um, aS
hann ætti rjetta kröfu til ríkis í Noregi, enda var þess engin von.
En sjálfsagt hefir hans eigin flokkur og meiri hluti alþýSunnar smám-
saman sannfærBt um, að hann hefSi rjett aS mæla. A miSöldunum
trúSu menn þvf, aS sigur f einvígi eða orustu væri guðs dómur.
Slgrar Sverris voru sem hamarshögg á hamarshögg ofan og börSu
þá trú inn í hugskot almennings, að hann væri rjettborinn til ríkis.
Og þó verSur efasemda vart, jafnvel hjá þeim sem næst honum
standa. Þegar Eirfkur »bróSir« hans átti aS sanna faSerni sitt meS
járnburSi, þá »skildi Sverrir konungur fyrir eiSstafinum, og mælti svo:
til þess leggur þú hendur þínar á helga dóma og bók, og því
skýtur þú til guSs, aS svo láti hann hönd þína heila koma undan
járninu, sem þú er sonur SigurSar konungs og bróSir minn«. En
Eiríkur segir honum í augun upp, aS um hans faSerni sje sjer alt
ókunnugt: »eigi vil eg bera þetta járu fleirum mönnum til faSernis,
en sjálfum mjer«. Þetta var eina tilraunin, sem Sverrir gerSi, til
þess aS láta skírslur fara fram um sitt mál. — —
Menn verSa aS hafa hugfast, þegar rætt er um þetta mál,
hvílík öld þá var í Noregi. Snorri segir um Eystein meylu, fyrsta
konung Birkibeina, aS hann hafi »kallast« sonur Eysteins konungs
Haraldssonar. Meira þorir hann ekki aS fullyrSa. Og eftir aS
Sverrir kemur til sögunnar, þá spretta upp konungasynir víSs veg-
ar um landiS eins og gorkúlur á sorphaugi. Nokkru eftir fall
Hagnúss konungs náSi flokkur hans sjer í nýjan konung, Jón kufl-
ung. Sá hafSi áSur veriS munkur í klaustri einu, en var tekinn
þaðan út og gerSur aS konungi og sagSur sonur Inga krypplings.
Margir stórættaSir menn og göfugir gengu honum á hönd. SíSan
börSuBt þeir f þrjú ár um ríkiS, munkurinn og presturinn, sem
báSir sögSust vera konungasynir, og mátti stundum vart á milli
8]á, hvor bera mundi hærra hlut. Og fátt er vlssara en aS Jón
kuflungur mundi enn þá eiga ákveSna fylgismenn, ef hann hefSi
sigrað. En ef trúa má Sverris sögu, þá voru leidd sönn vitni aS
Því, aS hann var maSur lítillar ættar og hjet Órmur rjettu nafni.
SíSan kemur fram einhver nýr konungsonur næstum því á hverju
an> og fengu þeir allir meira eSa minna fylgi. Um suma þessara