Skírnir - 01.01.1923, Side 201
Nokkur orð um „nokkur orð44.
(Sbr. ársrit hins ísl. Fræöafélags bls. 170—179, ritdóm
Jóns Helgasonar um Faust-þýöinguna fslenzku).
Engan mun furða á þvi, þótt’ maður, sem numið liefir íslenzku
i káskólanum i Kaupmannahöfn hneykslist á réttum islenzkum nöfnum,
svo sem Reykjarvik. Því að það er alkunna, að margir erlendir mál-
fræðingar eru þess fúsastir að kljúfa islenzkuna i mörg mál: forníslenzku,
miðaldaíslenzku og nýislenzku. Margir af vorum eigin málfræðingum
hafa og iátið herast með þeim straum, þótt undur megi heita, og afneitað
þeirri þekking sinni á móðurmálinu, er þeir fengu við kné móður sinnar.
Jón Helgason muHdi vart talinn svo efnilegur námsmaður i íslenzku,
sem raun er á orðin, ef hann hefði eigi numið þessa speki. Og því er
ekki miklum vafa undirorpið, hver hans stefnuskrá er um meðferð á
islenzkum nöfnum. Má ganga að því vísu, að hann liti hornauga alla
þá hluti, sem tengja saman það, sem hann vill sundurskilja, þ. e. »forn-
islenzku« og »nýislenzku«, og kalli þvi »forne6kju«. ef nöfn eru rituð
rétt, eða gamalt og gott orð er heldur valið en nýtt og lélegt.
Jón Helgason lætur »ósagt, hve margir islenzkir lesendur muni
skilja þvilik nátttröll meðal orða málsins Bem þessi«. Eg set hér nokk-
sýnishorn af tröllunum hans. Atall er eitt nátttröllið, og íslenskir les-
endur skilja þá ekki þessa vísu i Eriðþjófs-þýöing Matthiasar:
og atalt augum rendi hann til öðlings hugum stór
og liktist bæði Baldri og hrúnahvössum Þór.
Bekkur (o: lækur) er annað, og Jón veit af lærdómi sinum, að islenzkir
lesendur mnni eigi skilja það orð og þá ekki heldur vita, hvað Sökkva-
békkur þýðir. Hann veit það enn af lærdómi sinum, að Islendingar
muni eigi skilja þenna visustúf:
— — blika dalhrekkur,
hali grær þekkur,
fagur fjall&efcfcizr,
fram í sæ stekkur.
(Lárus Sigurjónsson).
6ða þetta hjá Hallgrimi PétursByni i Passiusálmunum
Yfir um Kedrons hreiðan hekk.