Skírnir - 01.01.1923, Side 202
192
Nokkur orð um »nokkur orði.
[Skírnir
Nei, þetta er ekki rétt. Þessi orð skilur hver einasti islenzkur lesandi.
Sama er að segja um orðin herdimaður, hjarni, hörmugur, inn-
fjdlgur, munnskálp, sinni (shr. liðsinni). Þetta eru alþekkt orð og
skilur hver maður þau, varða sömuleiðis og verki (sbr. áverki). Snarla
þaif ekki að nefna (shr. harla), en öngbýli er að vísu ekki algengt orð,
þótt allir skilji það, af öngvegi, sem er daglegt mál, og öngþveiti eigi
siður. Þá er stœra eitt nátttröllið i málinu, en þá má Jón ekki heldur
stœra sig af ritdóminum. Svefja er enn eitt nátttröllið hans Jóns. En
heldur hann þá, að islenzkir lesendur hafi aldrei skilið visu Grisla
Brynjólfssonar:
Hvítar mundir mér um háls
menjagrundin vafði frjáls,
svafði und i hjarta hrein — —
íð hefi eg heldur kosið en iðn fyrir þá sök, að eg vildi eigi að menn
hryti tennurnar á sliknm orðum sem iðnsveinn, iðnskóli osfrv. Þryngva
er nú úrelt eins og Jón veit, nema þrunginn, en hversvegna mundi síður
mega reisa gömul orð frá dauðum en nota nýgjörvingar ? En það
bannar Jón hvergi, þótt strangur sé, enda hefi eg gert það á nokkrum
8töðnm.
Þegar ritdómarinn hefir lokið glímu sinni við nátttröllin, flytur
hann þá kenning, að orðaval, sem leiðir hugann til eddnkvæðanna, geri
fólkið i Eaust að sjervitringum. Jón læzt ekki vita, að Groethe fyrnir
af ásettu ráði málfæri og rithátt i Eaust, og notar þar bæði sjaldgæf
orð og orðmyndir. Grerir hann það í þvi skyni, að lesendur leiði hng-
ann fremur að liðnum timum, enda var Eaust samtiðamaður Jóns Ara-
sonar. Þýðingin varð að gera slíkt hið sama, og var þá um að velja,
hvort færa skyldi nær gullöldinni, eður hinum rjetta tíma Eausts, fyrra
hluta 16. aldar. En einkennið á málfari þess tima á Islandi eru útlendar
slettnr og var því frágangssök að velja þá leiðina. Allir beztu höfund-
ar vorir á viðreisnartímum tungu vorrar hlupu yfir miðaldirnar hjá oss
og tengdu málfar sitt við gullaldarritmálið svo sem sjálfsagt var, því
að einmitt það mál hafði jafnan lifað á tungu landsmanna, þótt lærðir
menn blönduðu mjög tunguna i ritum sinum. Mór var þvi hægt um vik,
þegar eg átti að velja. Með því að nota mór við og við hálfúrelt orð,
sem allir skilja þó, fekk eg einmitt sama málblæinn, sem á frummálinu
er. Ef ritdómarinn hefði kynnt sór málið ögn betur, þá hefði hann
fundið viðlika mikið af »nátttröllum« í frummálinu.
Hann fer þessu næst að rekast í þvi, hveinig eg rita lýsingarorð,
vill ekki leyfa að rita —igur, heldur —ugur, vill eigi heldur leyfa
róttan nafnhátt af sagnorðum með þátiðarmynd og nútiðarmerking.
Þetta er svo hjákátlegt, að það er engra svara vert. Og enn rekst
hann í einni fornri orðmynd og rithætti á nokkrum orðum, sem honum
hlaut þó að vera ljóst að svo voru sett og rituð, til þess að hinn eða
þessi sparðatinirinn fyndi færra af rimvillum. Einkum er ritdómarinn