Skírnir - 01.01.1923, Side 204
194
Nokknr orb um mokkur orð«.
[Skírnir
hrund, mund, sprund, svanni, und (sbr. Háum kelzt und öldum),.
víf. Þegar svo er langt seilst eftir aðfinningum, þá er enginn í vafa
um, hvað veldur.
Þegar hér er komið sögunni fer nú ritdómarinn að íhuga sjálfa
þýðinguna og kemst að þeirri niðurstöðu, að hún sé eigi nákvæm nema
í ytra formi. Reynir hann að sanna þetta með því að prenta samhliða.
bæði málin, línu og línu á stangli, slitið úr öllu samhengi og þykist
finna máli sinu stað með þessum dæmum. Auðvitað hefir hann eigi
valið af betri endanum. Og þó rekur hann sjálfum sér löðrung með
þvi, að prenta þessi sýnishorn, því að hver sá maður, sem læs er á
þýzku og íslenzku, kemst að þeirri niðurstöðu, að löknstu linurnar sé
sæmilega þýddar og flestar vel þýddar. Munu menu þá komast að-
raun um, að sérvizka ritdómarans gangi úr hófi.
Enn kemur ritdómarinn með ný sýnishorn og kemst svo að þeirri
niðurstöðu, að Eaust muni hafa tapað sér i þýðingunni. Skárri er það
nú uppgötvunin! Elestar meuningarþjóðir hafa þýtt hann, og engiu þýð-
in er svo góð að hún nái frumritinu. Eg hefi séð nokkrar og haft þær
til samanburðar við mína þýðing og má vafalaust segja þetta um þær
allar. Að minnsta kosti er engin svo góð, að hótfyndinn maður gæti
ekki náð svipuðum árangri sem þessi ritdómari.
En það er meira blóð í kúnni. Nú snýr hann sér að riminu og
segir að röng stuðlasetning sé á 19 stöðum. Þó er hann ekki vandvirk-
ari en svo, að hann segir algerlega rangt til um 14 staði af þessum 19,
því að stuðlar standa þar efalaust rétt. Om 5 af þessum stöðum má
segja að það sé á takmörkum, hvort stuðlarnir standi eigi ofgleitt, en ef
nánara er aðgætt, þá standa þeir þó rétt, ef rétt er lesið. „Þrír stuðlar
standa 610“, segir hann. Þetta kefir hann dreymt, því að þar eru
aðeins tveir stuðlar. Tvo höfuðstafi finnur hann í 1435, en þar eru
tvær linur (1434 og 1435) með tveim stuðlum hvor, í 1813, og þar má
fá það út, ef skakkt er lesið, i 3627, og þar er að vísu rimgalli, en þó
ekki tveir höfuðstafir, heldur aukastuðlar; höfuðstafurinn er s, en auka-
stuðlarnir hl—hl. Þá segir hann að rangt sé ort i þessum linum:
Þau fara í dansi fljótt í kring,
svo að fötin skvettast allt um kring,
því að ei var fótur fúinn.
Hann kann þá ekki að klaupa á atkvæði, og er þó ótrúlegt að
Einnur Jónsson hafi eigi kennt honum svo algengan hlut i islenzkri rím-
fræði. En hann kemnr þvi hér upp um sig, að honum er illa við, að
menn geri greinarmun á því að og því og á svo að og svo, og segir
að sá munur finnist ekki í núverandi máli. Hann vill að menn sé
þrælar hvers latmælis og riti heldur málvillur en að hlaupa á atkvæöi,
þar sem þó engar rimreglur eru brotnar.
En þessu næst kemur ritdómarinn þó með réttmæta athugasemd
um rimið. Það reyndist mér nálega óíæra að finna svo mörg karlrim,.