Skírnir - 01.01.1923, Page 205
Skírnir] Nokkur orð >um nokkur orð«. 195
sem á þurfti að halda, og varð eg þvi að nota einkvæð orð sem til eru
í tungunni. Var mér Ijóst að þetta hafði orðið til lýta á stöku stað.
Þó hygg eg að frekar væri orð á þvi gerandi, hve lítil þau missmiði
eru en hinu, hve mikil þau sé.
Það sem ritdómarinn finnur að hendingum, er sumt rétt. T. d.
gera stundum orð eða endingar rim við sjálf sig og hefi eg á öllum
þeim stöðum, þar sem slikt kemur fyrir, heldur kosið smásynd í rími,
enn að skemma þýðinguna. En bæði kemur sjaldan fyrir að rímað sé
t. d. hœðir — flœði, enda réttar hendingar og kemur oft fyrir i islenzk-
um ijóðum.
Þá talar hann um hortitti og fæst það eitt út úr þvi, að hann
skilur ekki svo algengt orð sem víst, og hefi eg þó ekki vikið þar frá
núverandi máli. Annars fer hann þar með þvaður, er helgast mest
af þeirri meginvillu, sem hann hyrjaði á, að heimta það i rimaðri
þýðing, að þar svari orð til orðs í frumritinu. Að lokum talar hann
enn mikið um orðaröðina og nefnir nokkur dæmi, þar sem orðaröð er
nokkuð önnur en í daglegu tali, eins og altitt er i islenzkum ljóðnm
og meira að segja í beztu ljóðum beztu skálda. Stundum er hann þá
að reyna að misskilja íslenzkuna, og skal það átölulaust af mér, ef hann
hefir gaman af þvi, eða hyggst auka virðingu sína á þann hátt.
Eg hefði eigi minnst á þenna ritdóm, ef nokkursstaðar hefði fund-
ist vottur þess, að ritdómarinn vildi segja kost og löst á ritinu, ef hann
bæri ekki allur með sér, að hann er ritaður af óvild.
Jón Helgason endar þessa fyrstu göngu sina á þeirri einkennilegu
fyndni, (þvi að fyndni mun það eiga að vera), að Dalamenn sé ekki Islend-
ingar, og er það andríkasta setningin í öllum ritdóminum.
Reykjavík, 4. júní 1923.
B. J. frá Vogi.
13*