Skírnir - 01.01.1923, Síða 207
Skírnir]
Leiðrjett ranghermi.
197
talin 72 bindi i minningarriti safnsins, þá er það ekki rjett, þau eiga
að vera 160, og vil jeg biðja þá, sem lesa minningarritið að breyta töl-
unni eftir því sem hjer segir.
Þá kem jeg að dánargjöfinni, sem B. M. segir, að aldrei hafi kom-
ið svar upp á, »hvort safnið vildi taka á móti henni*.
Til sönnunar þvi, hve hreinlega 6annleikurinn hjer er handleikinn,
skal jeg leyfa mjer að taka hjer orðrjett upp greinarstúf þann, sem jeg
sendi blaði þáverandi stjórnar, Morgunblaðinu, þegar er jeg hafði fengið
tilkynningu frá br. Jóni Krabbe um gjöfina. Hún stendur í »Morgun-
blaðinu« 3. d. nóvemberm. 1921 og er þannig:
Stór bókagjöf.
Tveir eru þeir menn islenskir, sem nú um langan aldur hafa verið
búsettir erlendis, föðurlandi voru til hins mesta sóma og vísindunum til
eflingar, þeir prófessorarnir Finnur Jónsson og Þorvaldur Thoroddsen.
Nú er hinn eldri þeirra, Þ. Th., látinn og hefi jeg í dag fengið til-
kynningu frú executor testamenti, Jóni Krabbe utanrikismálafullfrúa, að
hann hafi ánafnað Landsbókasafni Islands i erfðaskrá sinni allar bækur
sínar aðrar en þær, sem ritnar eru á íslenska tungu, svo og handrit sin
öll, fullgerð og ekki fullgerð.
I nafni Landsbókasafnsins þakka jeg þessa dýrmætu gjöf, og bið
þjóð vora að geyma minningu þessa mæta, sístarfandi afkastamanns i
maklegum heiðri.
Requiescat iu pace Domini.
Jón Jacobson.
Bið önnur blöð landsins að tilkynna lesendum síunm gjöfina.
Þá kemur síðasta hnútan, gefin í skyn slæleg afgreiðsla á eudur-
sendum bókakössnm til Danmerkur. Henni verður ekki svarað á annan
hátt, en þann að hún er með öllu ástæðulaus. Það var unnið að tæm-
ing kassanna með dugnaði og svo var stundum þröngt á skrifstofu minni
á safninu, að varla varð þverfótað þar iuni fyrir gjafabókunum, því að
jeg hafði ekki undan að innrita þær. Um þetta er oss öllum, sem að
verkinu unnu, bókavörðunum, dyraverði og mjer kunnugra en höfundi
kversins, búsettum í fjarlægu landi.
Jón Jacobson.