Skírnir - 01.01.1923, Síða 210
200
Ritfregnir.
[Skírnir
lesið með slikri ánægjn. Um sannfræði fornsagna vorra kefir lengi verið
deilt, en á siðustu áratugum hafa efasemdirnar risið liærra en áður. Má
heita svo, að Finnur Jónsson hafi staðið sem klettur úr hafinu með
traust sitt á sögunum, meðal þeirra, er um það efni liafa ritað á erlend-
um tungum. En á hverju hafa hinir erlendu fræðimenn bygt staðhæf-
ingar sinar, að sögurnar væru að mestu skáldskapur? Að minstu leyti
á sannanlegum dæmum, því um hin dæmin er ekki minna vert, þar sem
sannindi frásagna hafa komið í ljós á óvæntan hátt (sbr. grein Einns
Jónssonar í Sldrni 1919, 183 o. áfr.). Langmest hafa það verið al-
mennar efasemdir um, að menn gætu munað nokkuð aftur í tímann eða
farið rjett með frásögur, sem þeir heyrðu. Þessir menn hafa varla þekt
annað en hóklærða og hókum háöa mentamenn, eða þá fáfróða og and-
lega sinnulausa alþýðu. Þeir hafa vanrækt að kynna sjer íslenska al-
þýðnmenning nútímans, sem altaf má miklar ályktanir af draga um lífið
í fornöld. Og sannast að segja hafa Islendingar vanrækt að lýsa sínu
eigin þjóðlífi fyrir þeim, hvernig sögur hafa gengið þvinær orðrjett
mann frá manni og hvilíkur fróðleiksauður hjer hefir legið á vörum
manna. En hjer kemur nú Liestöl til sögunnar. I stað þess að leika
sjer eð almennum efasemdum um minni manna, spyr liann blátt áfram:
hvað muna norskir sveitamenn, þeir sem spakastir eru og óljúgfróðastir,
um forfeðnr sína og afrek þeirra ? Hann stendur að því leyti betur að
vígi en hægt er að gera á íslandi, að hann getur ábyrgst, að sögur
þessar sjeu ekki varðveittar með hjálp bleks og penna. Norðmenn hafa
ekki átt i dölum sínum menn eins og Gísla Konráðsson eða Sighvat
Grimsson Borgfirðing. Þeir hafa til skamms tíma verið jafnsaklausir af
hókvÍ8Í og íslendingar á 12. öld. En það sýnir sig við nánari rann-
sókn, að menn á 19. öld geta vel haft sögur allt aftur á 16. öld, setu
sannar eru í meginatriðum, þótt skotist hafi um röð viðburða, syni verið
eignuð afrek föður o. s. frv., likt og dæmi eru til í íslendingasögum.
Eitt dæmið, sem Liestöl segir frá, er svo skemtilegt, að jeg get ekki stilt
mig um að minnast á það. í Knúts sögu skraddara, sem er aðalsagan
i þessari bók, segir frá þvi, að kona Knúts kom þar að, sem hann hafði
hlaupið frá fjársjóði sinum, og sá trog fult af ferhyrndum peningum.
Þegar Liestöl ritaði söguna, lagði hann engan trúnað á þetta atriði og
þekti ekkert til slíkra peninga. En 1919 kom hann til Kaupmanna-
hafnar og sá þar í Hyntasafninu heilmikið af ferliyrndum peningum,
sem slegnir höfðn verið á dögum Eriðriks II. og KristjSns IY. En
Knútur var einmitt uppi um og eftir 1600, eftir því sem sjá má af
fornnm skjölum og kemur lika vel heim við sögusagnirnar sjálfar.
Annars skiftir Liestöl efninu i hinum norsku ættasögum í þrjá
hluti: 1) sannanlegt, eftir skjölum og skýrslum; 2) þjóðsögukent, föru-
sagnir, sem festast við ýmsa menn, sem fariö er að segja frá á annað
horð; 3) vafasamt efni, sem hvorki verður sannað nje ósannað. — Hann
skýrir frá þvi, hvernig sögurnar hafa varðveitst, i minni fárra fróð-