Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 211
Skírnir]
Ritfregnir.
201
leiksmanna, þar sem hver hefir rmmið af öðrum, og gerir ýmsar skarp-
legar athugasemdir um efni, samsetning o. s. frv. Varpar það alt ein-
hverju Ijósi á Islendingasögur. En Liestöl er ekki enn kominn út í veru-
legan samanhurð. Þetta rit er ekki annað en upphaf: rannsókn íslensku
sagnanna kemur á eftir. Þess framhalds munu allir lesendur þessar-
ar bókar híða með óþreyju, og mikið undir komið að vel takist, svo
prýðilega sem á stað er farið. Því auðvitað má álykta með allri varúö
um fortíð af nútið, um íslendinga af Norðmönnum. Og jeg get ekki
stilt mig nm að láta i ljósi eina ósk að niðurlagi, úr þvi hún var kom-
in fram á varir mjer: að prófessor Enut Liestöl ferðist hjer um ísland
eitt sumar áður en hann gefur út framhaldið.
Sigurður Nordal.
Sigfús Blöndal: Islandsk-dansk ordbog. Hoved-medarheidere:
Björg Þ. Blöndal, Jón Ofeigsson, Holger Wiehe. I. Halvbind. Reykja-
vik 1920—1922 (Gutenberg). Aðalumboðsmaður á íslandi: Þórarinn B.
Þorláksson, Reykjavik.
Lengi hefir verið skortur á orðabók, þeirri er tæki yfir mál vort
mælt og ritað; hefir hingað til ekki verið til annað af því tæi en
Supplement dr. Jóns sál. Þorkelssonar, hin íslensk-enska orðabók Gk T.
Zoega og orðahók Björns Halldórssonar. En þótt supplementin sjeu
mikið verk og að ýmsu leyti merkilegt, eru þau þó aðeins viðaukar við
orðahækur og þvi harla ófullkomin, ef húa skal við þau ein. Orðahók
G. T. Zoega er traust og góð það sem hún nær, en tekur þvi nær ein-
göngu yfir ritmálið; og ioks er orðahók Björns Halldórssonar nú að
sumu úrelt, og auk þess uppseld fyrir ævalöngu.
Þetta orðahókai’eysi hefir verið næsta bagalegt bæöi hjerlands-
mönnum og útlendingum, einkum Norðurlandahúum, og er vafalitið, að
margir hafa gefist upp við að nema nútíðar-íslensku fyrir þær sakir.
En það er ekki hlaupið að þvi að taka saman orðabók; til þess að-
vinna megi slíkt verk, verður fyrst að rannsaka hæði mælt mál og
ritað og orðtaka hvorttveggja. En til þessa þarf mikið fje, langan
tima, og helst marga menn. Nú hefir aldrei, svo að jeg muni eða
viti, verið veitt fje, svo teljandi sje, til þessa undirbúningsstarfs, og þvi
höfum við orðið að hiða svona lengi eftir orðabók yfir nútíðarmál vort.
Einstöku menn hafa þó verið að fást við orðatining, eins og t. d. dr.
Hallgrímur Scheving, er safnaði orðum úr prentuðum bókum og hand-
ritum og ennfremur nokkrum úr mæltu máli, og Björn sál. Olsen prófessor,
er um mörg ár safnaði orðum og talsbáttum úr talmáli voru, En eftir
var að auka við þessi söfn og vinna úr öllu saman.
Nú hefir Sigfús Blöndal, hókavörður við konungshókhlöðu í Kaup-
Mannahöfn. um all-mörg ár notið styrks úr Carlsbergssjóði til þess að
safna í islenska orðahók og setja hana saman, og kom fyrri helmingur
hennar (a—ieggingahönd) út í fyrra sumar; er þetta mikil hók, 480