Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 213
Skírnir]
Ritfregnir.
203
vinnnháttn ofl. ofl.; og er ekki lítils um vert að eiga allan þann fróðleik
geymdan i orðabók þessari nú, er forneskja og gamlir siðir og hættir eru
óðum að hverfa og gleymast, og nýtt að koma í þeirra stað; en þetta
munu menn þó kunna enn þá betur að meta, er stundir líða fram.
Það er sameiginlegt öllum tungumálum, sem eru »lifandi« eða hafa
einhverntíma verið það, að nálega hvert orð hefir fleiri merkingar en
eina, og sum margar. Þegar svo taka skal saman orðabók, er oftast
ærinn vandi að raða merkingunum rjett. Að raða þeim eftir aldri, þ. e.
að hafa frummerkinguna fyrsta og siðan hinar i rjettri timaröð, er þvi
að eins hægt (og þó ekki altaf), að alt málið hafi verið vendilega kann-
að, og að orðabókin sje afarstór. En þó eru gallar á þessu fyrir-
komulagi. En i orðabókum, sem með rjettu má kalla, að taki yfir nú-
tiðarmál, mælt og ritað, virðist handhægast, að hafa algengustu merk-
inguna fyrst, en síðan hinar sem sjaldgæfari eru, og þó tiðkanlegar. Eu
áður en þetta megi verða, þarf að fara fram gaumgæfileg rannsókn á
þessari hlið málsins.
Ef litið er á þenna þátt orðabókar Blöndals, virðist mjer, að þvi leyti
sem jeg get um málið dæmt, sem honum hafi tekist vel að raða þýðingunum.
Vafalaust mun þó einhverjum þykja rangt raðað merkingunum á stöku
stað, og er ekki ólíklegt, að finna megi dæmi þess i bókinni. En þó er
mjög hæpið að leggja dóm á þetta, uns málið hefir verið vendilega at-
hugað í hverju bygðarlagi, orðum safnað og merkingarnar bornar saman.
Þegar því er lokið, er auðveldara um að dæma, en þá er lika óumræði-
lega miklu auðveldara að taka saman orðabók og raða merkingunum eftir
algengnstu notkun hvers orðs.
Það er sagt, að ekki sje unt að taka saman gallalausa orðabók.
Jafnvel hin mikla enska orðábók, sem fjöldi manna hefir nú unnið að í
yfir 40 ár, kvað ekki vera alfullkomin. Það væri því engin furða, þótt
eitthvað mætti finna að orðabók Sigfúsar Blöndals. Mjer virðist höf.
t. d. hafa gengið oflangt í því að taka orð, sem ekki hafa fengið borg-
ararjett i málinu, eða og nýyrði, sem litil eða engin likindi eru til að
nokkur maður muni nokkurn tíma vilja lita við. Reyndar má lengi
deila um það,' hve langt skuli fara i þessu, og höf. mun varla mega telj-
ast ámælisverður, ef hann getur þess jafnframt, að orðið sje úrelt, út-
lend ambaga eða heimilislaus nýgervingur. Þá er og annað það, að
höf. grautar saman stöfunum i (í) og y (ý), og þykir mjer það óþægileg
°g óþörf nýlunda; get jeg ekki sjeð aö það sje til nokkurs verulegs
hagræöis erlendum mönnum, og oss Islendingum er það til óþurftar. Eu
þetta eru smámunir, Htils verðir í samanburði við kosti bókarinnar;
mun bók þessi lengi halda uppi minningu höfundar og votta elju hans,
atorku og lærdóm.
Utgáfa bókar þessarar er kostuð af rikissjóði Dana og Islendinga í
sameiningu; kostar fyrra bindi 35 kr. og er það mjög lágt verð eftir