Skírnir - 01.01.1923, Side 214
204
Kitfregnir.
[Skírnir
því sem nú tíðkast. Andvirði bókarinnar verður lagt í sjóð, og af hon-
nm á svo að kosta næstu útg. og svo koll af kolli.
Rvik í júlí 1923.
Bogi Olafsson.
Halldór Hermannsson: Icelandic books of tlie seventeenth
century, 1601—1100 (Islandica, Yol. XIV). Ithaca, N. Y. 1922. 8vo.
[iiij -)-] xiij -j- 121 bls.
Þetta rit hefir að geyma lýsing á íslenzkum bókum eða eftir is-
lenzka menn, þær er prentaðar hafa verið á 17. öld.
I inngangi gerir höf. grein fyrir sögu prentsmiðjunnar á 17. öld.
og er hún hvorki margbrotin nje vafasöm. Telur höf., að skýrslur sjeu
til um 255 bækur og ritlinga, er prentaðir hafi verið á Islandi eða eftir
íslenzka menn utanlands, þar af á Hólum 134 (27 þeirra glataðar, ef
7 af þeim hafa þá nókkurn tíma prentaðar verið), en i Skálholti 62
(þar af 1 glötuð), hinar allar prentaðar utanlands.
Siðan tekur við skrá um bækurnar eftir höfundanöfnum í stafrófs-
röð, með nákvæmum bókfræðilegum lýsingum, eins og títt er um slík
rit. Hefir höf. ýmist sjálfur kannað helztu bókasöfn á Noröurlöndum
eða notað gildar skýrslur um þær, ekki hvað sizt skýrslur "Willard Fiskes.
Er verkið unnið með þeirri alúð og nákvæmni, sem einkennir verk
þessa höf. og raunar er skilyrði fyrir þvi, að slikar skrár komi að
gagni. Til marks um þetta er og prýðilegur prófarkalestur, sem er
afar erfiður á slíkum ritum. (Auðsæjar prentvillur eru á bls. 33, 9.1. a. n.
„1595“, í st. f. 1594, hls. 91, 5. 1. a. n. „Þorsteinn11 í st. f. Þorleifur).
Helzt mættu kunnugir taka eftir því, að höf. er illa í sveit settur
vestur í Ameríku til þess að neyta þeirrar fræðslu, sem hafa má upp
úr ýmsum isl handritasöfnum, til nánari skýringa um sumar þær bækur,
sem nú eru glataðar. Má hjer til nefna ritið „Margarita Theologica11 eftir
Adam Eranciscus (sbr. bls. 28 í skránni). Lýsing Arna Magnússonar
um þá bók er að finna í safni hans (A. M. 231 e, 8vo. bl. 1982—3), svo
nákvæma, að sennilega er unnt eftir henui beinlínis að ákveða, hver frum-
útgáfnanna liafi verið tekin til fyrirmyndar. Ekki er h'eldur ugglaust
um, að til sjeu í handritum lýsingar rita, sem prentuð hafa verið, en
hvergi er annars getið. En það væri næstum til of mikils ætlazt, að
höf. hefði getað sinnt svo nákvæmri rannsókn, enda hætt við, að seint
yrði lokið til hlitar. Mega menn vel við una, sem er.
Ekki er heldur i skránni getið allra þeirra prentaðra rita, sem
enn eru til frá 17. öld i bókasöfnum. I Landsbókasafninu hjer sakna
jeg 8 rita, sem jeg hefi ekki fundið i skránni. Raunar eru þau öll
smælki á lausum blöðum og þvi vorkunn, þótt yfir þau hafi sjezt. Þau
eru talin hjer notöndum skrárinnar til leiðbeiningar:
1. Heillaóskakvæði á latínu (brot) til Þorláks Skúlasonar, er hann
varð byskup. Prentað 1628 (liklega i Hamborg).